fbpx

Garpamót vorannar

Garpamót Gerplu fór fram dagana 5.-6. maí. Þar komu fram börn í grunn- og framhaldshópum Gerplu en eru þau á aldrinum 5 til 8 ára. Krakkarnir gerðu uppsettar æfingar úr þrepum sem þau hafa verið að æfa núna í vetur. Mótið var hið flottasta og var gaman að sjá bætingu þeirra frá fyrra Garpamóti sem fram fór í haust. Að móti loknu fengu þátttakendur viðurkenningaskjal og medalíu og má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd í Versölum þegar okkar yngstu iðkendur sýndu listir sínar. Nú byrja hóparnir að undirbúa atriði sín fyrir Vorsýningu en fer hún fram dagana 2.-3. júní. 

Iðkendur í framhaldshópum tóku þátt á sínu síðasta Garpamóti og munu þau núna velja sér grein fyrir haustið. Í Gerplu er boðið upp þrjár greinar og eru þær: 

Áhaldafimleikar: Skipt er eftir kyni og eru áhöldin mismunandi eftir því. Áhaldafimleikar eru einstaklingsgrein og keppa iðkendur eftir þrepakerfi, þegar tilteknum stigafjölda hefur verið náð færist iðkandi upp á næsta þrep. Áhaldafimleikarnir hjá okkur æfa í Versölum. 

Hópfimleikar: Flokkakerfi er í hópfimleikum. Allir iðkendur hefja æfingar í 5. flokki og færast upp um flokka með sínum árgangi. Hópfimleikar er liðsíþrótt þar sem keppt er á þremur áhöldum og æft er í Vatnsenda. 

Parkour: Heyrir undir Almennu deildina og eru verkefnin sýningar og fleira en ekki keppni. Parkour snýst um að nýta líkamann að koma sér eins hratt og hægt er frá A til B. Parkour æfir í Vatnsenda.

Forskráning í keppnisdeildir er hafin og hvetjum við foreldra/forráðamenn að skrá sig tímanlega séu þau búin að gera upp hug sinn. Ef þið hafið spurningar varðandi greinarnar þrjár þá ekki hika við að hafa samband við viðeigandi deildastjóra: 

Áhaldafimleikar KVK: Auður Ólafsdóttir – audur@gerpla.is 
Áhaldafimleikar KK: Alek – alek@gerpla.is 
Hópfimleikar KVK: Kristinn Þór – kristinngud@gerpla.is 
Hópfimleikar KK: Ragnar Magnús – ragnarmagnus@gerpla.is 
Parkour : Rakel Másdóttir – rakelm@gerpla.is 

You may also like...