fbpx

Vormót og Mótaröð 3

Vormót yngri flokka fór fram í umsjá Gerplu í íþróttahúsinu í Digranesi helgina 3-5. maí.  

Á föstudeginum var keppt í Stökkfimi og átti Gerpla fjögur lið þar. Þrjú í kvennaflokki og eitt í karlaflokki. Öll fjögur liðin stóðu sig mjög vel og sýndu mikla bætingu frá síðasta móti.

Á laugardeginum var svo komið að 4. flokki. Hann skiptist í þrjár deildir, C, B og A deild Gerpla átti eitt lið í hverri deild. Gerpla 4. fl 3 keppti í C deild, þar sýndu stelpurnar mjög flottar og stöðugar æfingar. Liðið var í efstu sætunum á öllum áhöldunum og enduðu þær í 2. sæti C deildar. Gerpla 2 var í B deild og stóðu þær sig sérstakelga vel í dansi og fiber og fengu þær mjög flotta einkunn á þeim áhöldum. Gerpla 1 var svo í A deild og áttu þær frábært mót og bættu sig mjög mikið frá síðasta móti og skilaði það sér í því að liðið endaði í öðru sæti.  

Á sunnudag var það svo KKY og 5. fl sem kepptu þar. KKy stóðu sig mjög vel og enduðu í 2. sæti á mótinu og unnu bæði dýnu og trampólín á mótinu. Gaman var að sjá gleðina sem skein af strákunum á mótinu. Í 5. fl kvk þá áttum við 4 lið með 46 keppendum sem er einstakt. Þvílíkur hópur af stelpum sem við eigum í þessum árgangi. Öll liðin stóðu sig mjög vel og voru Gerplu til fyrirmyndar. Ótrúelga flottur hópur sem við hlökkum mikið til að fylgjast vel með í framtíðinni.  

Helgina 11-12. maí fór fram Mótaröð 3 sem er mót fyrir 1.- og meistaraflokk, en einnig var haldið mót fyrir 3. fl , 2. fl og KKE (Vormót eldri flokka)

Í KKE hlutanum áttum við í Gerplu eitt lið og enduðu þeir í þrjiða sæti á mótinu. Gaman var að fylgjast með strákunum sem voru með flottar æfingar og sýndu mikla bætingu á milli móta.  

Í 3. fl áttum við 3 lið. Lið 3 keppti í B deild og gerðu þær sér lítið fyrir og urðu í 2. sæti og urðu meðal annars í 1. sæti í dansi.  

3. fl 1 og 2 voru í A deild þar sem Gerpluliðin hafa staðið sig mjög vel. Félagið er með mjög margar stelpur að æfa í þessum flokki og það er virkilega vel haldið utan um þær. Árangurinn var svo ekki síðri en liðin frá okkur urðu í 1. og 2. sæti á mótinu sem er alveg magnaður árangur. Lið 1 varð í 1. sæti í dansi og 1. sæti á fiber , lið 2 var í 1. sæti á trampólíni og svo urðu þær í 2. sæti á eftir liði 1 í dansinum.

Í 2. fl þá átti Gerpla tvö lið. Lið 2 var í 4.sæti og náði að verða í 1.sæti á trampólíni. Mjög flottur árangur hjá þeim og voru þær ekki langt frá 3. sætinu á mótinu. 2. fl lið 1 voru í 1. sæti í dansi, 1. sæti á fiber og 2. sæti á trampólíni og tóku með þessum góða árangri 1. sætið á mótinu. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með bætingunni hjá þessum hópi í vetur og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum.

Á Mótaröð 3 áttum við 3 lið. Þessi þrjú lið voru að nota mótið sem svokallað æfingamót fyrir Íslandsmótið sem haldið verður helgina 24.-26. maí.  

Meistaraflokkur mix stóð sig vel á mótinu. Þau voru að prufa mikið af nýjum og erfiðum stökkum. Það var gaman að sjá hversu margir voru í hverri umferð á stökkáhöldunum hjá hópnum og allir fengu að gera margar umferðir. 1. fl kvk stóðu sig mjög vel og enduðu þær í 3. sæti á mótinu. Þær voru jafnar og flottar í gegnum öll áhöldin og stóðu sig sérstaklega vel í dansi og á dýnu.  

Meistaraflokkur kvk varð í 2. sæti á mótinu en voru grátlega nálægt 1. sætinu. Þær voru sérstakelga flottar á trampólíninu og fengu hæstu einkun þar.

Við erum virkilega stollt af öllu okkar fólki, hvort sem það eru iðkendur eða þjálfarar. Þvílik vinna sem þetta fólk er að leggja af baki á hverjum degi. Þrotlausar æfingar, endlaust mikið af aukavinnu bæði iðkenda og þjálfara sem skilar sér svo vel inn á gólfinu en ekki síður í því að ala upp fólk sem er tilbúið að gera allt sem þarf til að ná árangri, gera allt sem þarf til að láta hlutina ganga upp, læra að vera hluti af liði sem er að vinna að einhverju á hverjum einasta degi.

Við erum stolt af Gerplu fjölskyldunni okkar!

You may also like...