Haustmót eldri
Um helgina fór fram haustmót eldri hópa í hópfimleikum og stökkfimi í Fjölni, Egilshöll. Gerpla átti sjö lið samtals á mótinu, 4 lið í 3.fl og 3 lið 2.fl.
3. flokkur 3 og 4 kepptu í stökkfimi og stóðu sig vel á því móti. Lið 3 endaði í 5.sæti og lið 4 í 11.sæti. Lið 1 og 2 keppti í hópfimleikum þar sem lið 2 varð í 6. sæti eftir gott mót, en eiga möguleika að fara ennþá hærra á næstu mótum. Lið 1 gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og unnu öll áhöld á mótinu.
Liðin sem eru í efstu 9 sætunum munu keppa í A deild eftir áramót þannig að bæði lið 1 og 2 hafa unnið sér rétt til að vera í A deild.
2. fl 2 keppti í stökkfimi og unnu þann hluta með miklum yfirburðum og unnu öll áhöld en best stóðu þær sig á dýnunni þar sem þær unnu næsta lið með tæpum 4 heilum stigum.
2.fl mix var að keppa á sínu fyrsta móti og stóðu sig virkilega vel. Það var því mikið ekkert annað blandalið í keppninni í þetta skipti og því unnu þau sinn hluta en það var mjög gaman að sjá liðið keppa.
2.fl 1 keppti svo í hópfimleikahlutanum og unnuð þær mótið með tæplega 2 heilum stigum en þær áttu ekki góðan dag á trampolíninu en voru frábær í dansinum og á dýnunni.
Það verður gaman að fylgjast með liðinum okkar í vetur og sjá hvernig þau þróast yfir veturinn. Næstu verkefni hjá þessum liðum er ekki fyrr en í lok febrúar þannig að núna er nægur tími til að bæta við erfiðleika hjá hópunum og gera dansinn ennþá betri.
Áfram Gerpla!