Haustmót yngri
Um síðustu helgi fór fram Haustmót yngri flokka á vegum Fimleikasambandsins. Mótið var haldið á Selfossi og átti Gerpla mörg lið á mótinu.
Í 4.fl hópfimleikum átti Gerpla fjögur lið. Í flokknum voru 31 lið mætt til keppni og er haustmótið notað til að skipta liðunum upp í deildir fyrir veturinn. Efstu níu liðin fara í A deild, næstu níu lið í B deild og svo koll af koll. Gerpluliðin stóðu sig mjög vel og enduðu lið 1 og 2 í A deild, lið 1 varð í 3. sæti. Lið 2 varð í 8. sæti. Lið 3 endaði í 17. sæti og er því í B deild og lið 4 endaði í 23. sæti og eru því í C deild.
Liðin stóðu sig öll mjög vel á dýnu og trampolíni en eiga það öll sameiginlegt að eiga inni stig í dansinum og geta því auðveldlega bætt sig á næstu mótum.
Gerpla átti svo tvö lið í 4.fl í stökkfimi og þar varð lið 1 í fyrsta sæti á mótinu en lið 2 varð í 6. sæti. Liðin stóðu sig bæði mjög vel en þau voru sérstakelga glæsileg á dýnunni þar sem lið 1 var með hæstu einkunn og lið 2 var með þriðjuhæstu einkunn.
Það verður gaman að fylgjast með þessum stóra og flott hóp okkar í 4.fl á næstu mótum en í hópnum æfa 65 stelpur.
Við áttum einnig stráka á mótinu um helgina. Strákarnir í KKY kepptu í stökkfimi og náðu þeir að enda í 3. sæti á mótinu en þeirra besa áhalda var trampólínið þar sem þeir voru með hæstu einkunn á mótinu. Í KKE keppti einnig eitt lið frá okkur og endaði það lið í 3. sæti. Strákarnir eru búnir að bæta sig mikið og er gaman að fylgjast með þeim bæta sig jafnt og þétt frá móti til næsta móts.
Næstu mót verða svo í febrúar, en núna tekur við tímabil þar sem hóparnir reyna að breyta eða bæta færni sýna til geta framkvæmt erfiðari æfingar.
Við erum stolt af okkar iðkendum en ekki síður þjálfrunum þeirra sem halda svo vel utan um hvern og einn iðkanda hjá sér.
Áfram Gerpla!