Söguágrip
Íþróttafélagið Gerpla var stofnað 25.apríl 1971 og er stærsta og eitt sigursælasta fimleikafélag Íslands. Starfsemi Gerplu fór fram að Skemmuvegi í Kópavogi til ársins 2005 en stjórnendur Gerplu og Kópavogsbær skrifuðu undir samning um nýtt húsnæði að Versölum og þar er félagið starfrækt í dag. Árið 2018 tók félagið svo í notkun nýtt hópfimleikahús við Vatnsendaskóla og er félagið því starfrækt á tveimur stöðum í dag. Á árunum 2005-2009 jókst iðkendafjöldi Gerplu úr rúmlega 600 iðkendum upp í um 2000 iðkendur sem er fjöldi iðkenda í dag.
Í Gerplu eru fimm deildir starfræktar, en þær eru;
- áhaldafimleikadeild karla
- áhaldafimleikadeild kvenna
- hópfimleikadeild
- fimleikadeild
- almenn deild
Nánari útlistun á þjónustuframboði hverrar deildar fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.