Aðalfundur foreldraráðs Gerplu
Aðalfundur foreldraráðs Gerplu verður haldinn þriðjudaginn 25.október kl. 20.00 á 2. hæð í húsnæði félagsins að Versölum.
Á fundinum verður farið stuttlega yfir starf síðasta árs sem og það sem framundan er.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning stjórnar – Fimm meðlimir í stjórn foreldraráðs á síðasta ári munu gefa kost á áframhaldandi setu og því vantar að bæta við þremur nýjum stjórnarmönnum.
2. Skipun umsjónarmanna – Skipa þarf umsjónarmenn fyrir alla keppnishópa. Hlutverk þeirra er einkum að skipuleggja 1-2 félagslega viðburði fyrir hópinn, aðstoða við undirbúning og framkvæmd keppnis- og æfingaferða og að vera tengiliður foreldra við þjálfara. Á síðasta ári völdust einstaklega öflugir umsjónarmenn til starfans í mörgum flokkum og væri frábært ef einhverjir þeirra væru tilbúnir til að gefa kost á sér aftur.
3. Skipun sjoppu- og fjáröflunarnefndar – Þau sem sátu í nefndinni í fyrra munu gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Fulltrúar segja frá starfi nefndanna.
Að þessu afgreiddu gefst okkur foreldrunum svo tækifæri til að ræða saman í góðu tómi, meðal annars um það hvernig við getum gert starf foreldraráðs sem best og öflugast.
Einhverjir flokkar eru eflaust búnir að velja sér umsjónarmenn, ef svo er væri frábært að fá línu um það á þetta netfang foreldraráðs.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta!
Stjórn foreldraráð