fbpx

Norður Evrópumót í áhaldafimleikum um helgina

logo-nem2016-bruk-denne-750x455_c

Norður- Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Þrándheimi í Noregi um helgina.  Á mótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og einstökum áhöldum. Á laugardaginn verður keppt í liðakeppni og fjölþraut og á sunnudaginn verður keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Ísland sendir lið í kvennakeppnina og er Agnes Suto í liðinu fremst í flokki. Karlamegin eru þrír einstaklingar en þeir ná ekki í lið og eru það Gerplustrákarnir Guðjón Bjarki, Martin Bjarni og Valgarð sem verða í eldlínunni karlamegin.  Við óskum landsliðinu á áhaldafimleikum góðs gengis á mótinu.

Hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðu mótsins á þessari slóð  Eins má fylgjast með einkunnum hér.

14681055_1616704061962942_8163244872113043297_o

14567465_1616704565296225_7294166662167812368_o

You may also like...