fbpx

Góður árangur Gerplufólks á RIG

Keppt var í áhaldafimleikum á Reykjavíkurleikunum um helgina en mótið heppnaðist einstaklega vel. Fjölmargir erlendir keppendur mættu á mótið bæði til keppni í unglinga- og fullorðinsflokki.  Augu áhorfenda lágu á Eyþóru Þórsdóttur og Oleg Verniaiev sem sýndu frábæra fimleika á mótinu og uppskáru sigur í fjölþraut með nokkrum yfirburðum í fullorðinsflokki.  Í unglingaflokki kvenna var það hin 13 ára Irina Komnova sem bar sigur úr bítum en í öðru sæti varð Margrét Lea Kristinsdóttir Björk og í þriðja sæti varð Gerplustúlkan Sonja Margrét Ólafsdóttir.  Í unglingaflokki karla sigraði Gerplumaðurinn Martin Bjarni Guðmundsson en í öðru sæti hafnaði Jónas Ingi Þórisson og í því þriðja varð Breki Snorrason.   Fjöldi verðlauna unnust til Gerplu á einstökum áhöldum en hvorki Agnes Suto né Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu í fjölþraut í fullorðinsflokki að þessu sinni en þær stóðu sig vel og sýndu nýjar æfingar á slá.   Guðjón Bjarki Hildarson framkvæmdi stórkostlegar gólfæfingar og náði að hafa betur gegn ólympíumeistaranum Oleg sem sýndi nýjar æfingar á gólfi sem heppnuðust ekki sem skyldi. Frábært hjá Guðjóni og verður lengi í minnum haft.  Laugardalshöllin var mjög þétt setin og myndaðist mikil stemmning í kringum mótið og keppendur.  Keppendum Gerplu óskum við innilega til hamingju með árangurinn um helgina sem gefur góðan tón fyrir keppnistímabilið.

Frekari úrslit má finna inná live.score.sporteventsystems.se

     
Leó, Atli Þórður, Guðjón Bjarki                                 Jón, Guðjón Bjarki, Oleg
Arnþór og Martin Bjarni.


Ferenc, Tinna Sif, Thelma, Sonja Margrét, Birta Björg og Andrea

 

     
Agnes                                                                   Atli Þórður, Guðjón og Arnþór


Tinna Sif og Sonja Margrét

You may also like...