Sætir sigrar Gerpluliða í höllinni
Gerpluliðin komu, sáu og sigruðu í gær þegar Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið í Laugardalshöll. Gerpla tefldi fram þremur liðum á mótinu, kvennaliði, blönduðu liði og karlaliði.
Í kvennaflokki var spennandi keppni við lið Stjörnunnar en það var greinilegt að spennustigið var hátt því bæði lið gerðu mistök í keppninni en mistök Stjörnunnar urðu dýrkeyptari og höfðu Gerplustúlkur betur með 0,7 stiga mun. Í flokki blandaðra liða var einnig mjög jöfn keppni við lið Stjörnunnar en lið Gerplu hafði yfirburði á trampólíni sem tryggði þeim sigurinn að lokum með einungis 0,45 stiga mun. Í karlaflokki var sannkölluð flugeldasýning. Strákarnir sýndu meistaratakta á öllum áhöldum og báru sigur úr bítum á móti ungu liði Stjörnunnar. Gerpluliðin voru að vonum glöð með keppnina og tóku fagnandi á móti íslandsmeistaratitlunum en kvennaliðið vann síðast 2014 og blandaða liðið hefur einu sinni áður unnið titilinn og það var einnig 2014. Síðast voru krýndir íslandsmeistarar í karlaflokki 2015 og það var lið Gerplu. Mótið var allt hið glæsilegasta og umgjörðin til fyrirmyndar. Stuðningsmenn Gerplu stóðu sig svakalega vel í stúkunni og vilja liðin koma á framfæri þakklæti fyrir stuðninginn. Hér inná facebooksíðu Fimleikasambandsins má sjá videó af stuðningsmönnum Gerplu á fimmtudaginn. https://www.facebook.com/fimleikasamband/
Við ætlum öll að mæta í höllina á morgun og styðja við okkar fólk á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum ekki láta þig vanta. ÁFRAM GERPLA!!!
Íslandsmeistarar 2017 Karlalið Gerplu Íslandsmeistarar 2017 Blandað lið Gerplu
Íslandsmeistarar 2017 kvennalið Gerplu Allir meistararnir 2017