fbpx

Flottir Gerplukrakkar á þrepamóti á Akureyri

Hópur iðkenda í 4. og 5. þrepi í áhaldafimleikum fóru á haustmót á Akureyri um liðna helgi. Keppnin og ferðalagið gekk vel og má segja að þau hafi lent í fyrsta jólasnjónum en snjónum kyngdi niður fyrir norðan. Haustmótið var fyrsta mót vetrarins í nýjum fimleikastiga og gekk bara nokkuð vel. Strákarnir í 4. þrepi sigruðu sinn flokk og 5. þrepið varð í 2. sæti. Haustmótið er liðakeppni og telja þrjár hæstu einkunnirnar inn á hverju áhaldi. Stelpurnar í 5. þrepi 10-11 ára sigruðu sinn flokk og 5. þrep 9 ára og yngri urðu í 6. sæti.  4. þrep stúlkna 11 ára og eldri lenti í 4. sæti en í 4.þrepi 10 ára náðist ekki í lið að þessu sinni. Stór hópur gisti í Giljaskóla og gekk það mjög vel. Við viljum koma þökkum á framfæri við þá foreldra sem sáu sér það fært að hugsa um hópinn í skólanum.

 

 

You may also like...