fbpx

Thelma hefur lokið keppni í Cottbus

Thelma Aðalsteinsdóttir keppti á heimsbikarmótinu í Cottbus í gær og í dag. Hún keppti á tveimur áhöldum tvíslá og slá. Henni gekk mjög vel á tvíslánni og þrátt fyrir smá mistök náði hún hærri einkunn en á Norður Evrópumótinu þar sem hún nældi í silfur með 11,3 en einkunn hennar í Cottbus var 11,5 og endaði hún í 20.sæti. Thelma keppti svo á slá í dag og gekk það ekki sem skildi. Hún fipaðist strax í uppstökki og átti í erfiðleikum eftir það. Thelma er þekkt fyrir að vera glæsileg á slánni með flottar og erfiðar æfingar og kemur hún tvíefld til baka. Reynslan af svona stóru móti fer án efa í reynslubankann. Við óskum Thelmu og þjálfurum hennar til hamingju með mótið.

You may also like...