fbpx

Stundaskrá sumars 2018

Hér kemur stundaskráin fyrir sumarið 2018. Þetta eru fyrstu drög og gæti eitthvað breyst en það verður reynt eftir fremsta megni að hafa það í lágmarki.

Hér koma nokkrar praktískar upplýsingar:

Stundaskráin er í tvennu lagi. Stundaskrá fyrir Vatnsendahúsið annars vegar og Versali hinsvegar.
Hópfimleikar verða kenndir í Vatnsenda að undanskildum 5.flokk það er undirbúningur fyrir keppnishópa sem voru í framhaldshópum 2x í viku í vetur verða í Versölum með áhaldafimleikunum. Það er gert til að börnin sem eru að klára framhaldshóp 2x í viku geti í júní bæði prufað áhaldafimleika og hópfimleika ef þeim langar til að geta valið það sem þeim langar í ágúst. Í ágúst þurfa þau að velja sér íþróttagrein hópfimleika eða áhaldafimleika. Sendur verður sérstakur póstur um þetta og skrá foreldrar inná gerpla.felog.is

Þeir sem voru í 5.flokki í hópfimleikum í vetur (fædd 2009) færast í 4.flokk strax í júní-stundaskrá- 4.flokkur í sumarstundaskrá Vatnsenda. 

Þeir sem voru í keppnisdeildum í vetur í hópfimleikum 5. flokk, 4.flokk, 3.flokk, 2.flokk og 1.flokk æfa út júní og eru búin að greiða fyrir það. Skráning á sumaræfingar er því óþörf.

Það sama á við um Áhaldafimleikadeild karla og kvenna 6.þrep, 5.þrep, 4.þrep, 3.þrep, 2.þrep og 1.þrep. Önnin klárast 30.júní. 1. og 2.þrep kvenna hætta reyndar viku fyrr en byrja líka viku fyrr í júlí vegna æfingabúða. Skráning á sumaræfingar er því óþörf. 

Það sama á við um hraðferð 1-3 í áhaldadeild kvenna og hraðferð í áhaldadeild karla önnin endar 30.júní. Skráning á sumaræfingar er því óþörf.

Hraðferð áhaldafimleikar 1 hjá Daniellu stúlkur munu æfa með 5.þreps menginu í júní, sjá stundaskrá Versalir 5.þrep kvk.

Skráning í parkour hefst 1. maí. í boði eru 35 pláss. Skráning fer fram á gerpla.felog.is

Skráning í önnur námskeið en það sem að ofan er talið hefst föstudaginn 3.maí og verður sendur tölvupóstur um það á viðeigandi hópa það eru aðrir hópar en þeir sem voru í áhaldadeild og hópfimleikadeild í vetur.

Skráning fyrir haustönn hefst í lok júní byrjun júlí og verður sendur póstur þar um þegar nær dregur.

Haustönn í keppnisdeildum verður frá 30.júlí – 30.desember.

Sumar-2018_stundaskra_Vatnsendi

Sumar-2018_stundaskra_Versalir

Þetta eru fullt af upplýsingum að meðtaka en ykkur er frjálst að hafa samband ef ykkur vantar frekari útskýringar.

Við minnum á að skráning í fimleika- og íþróttafjör hefst á morgun þriðjudaginn 1.maí. Við verðum með námskeið bæði í Vatnsenda og í Versölum í sumar fyrir börn fædd 2012-2008. Takmarkaður fjöldi barna á hverju námskeiði. Sjá frétt hér á undan.

You may also like...