fbpx

Íþróttahús Vatnsendaskóla vígt

Íþróttahús Vatnsendaskóla verður vígt á afmælisdegi Kópavogsbæjar, föstudaginn 11.maí, kl. 16.30. Allir eru velkomnir á athöfnina sem vilja en það verður opið hús í íþróttahúsinu til klukkan 18.00.

Skólahljómsveit Kópavogs og kór Vatnsendaskóla syngja og sýningarhópur Gerplu í hópfimleikum sýna atriði .

Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri Vatnsendaskóla býður gesti velkomna, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Harpa Þorláksdóttir formaður Gerplu ávarpa gesti.

Íþróttahús Vatnsendaskóla er nýjasta íþróttahúsið í Kópavogi. Íþróttahúsið er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun Íþróttafélagið Gerpla nýta húsið undir sína starfsemi en einnig fer íþróttakennsla Vatnsendaskóla fram í húsinu.

You may also like...