Haustönn bangsa- og krílafimleika lokið
Iðkendur bangsa- og krílafimleika áttu notalega stund saman í síðasta tíma annarinnar síðastliðinn sunnudag. Það var mikið húllumhæ þegar tveir jólasveinar mættu í tímann og reyndu fyrir sér í fimleikum.
Við þökkum ykkur fyrir önnina og vonumst til að sjá ykkur aftur á nýju ári.
Fyrirkomulag skráningar fyrir vorönn 2019
Athugið að skrá þarf sig sérstaklega fyrir vorönn, iðkandi heldur ekki plássi á milli anna!
Skráning fer fram inni á gerpla.felog.is og hefst ný önn 6.janúar.
Iðkendur fæddir 2017, 2016 og 2015
Skráning opnar sunnudaginn 16.desember 2018 og er til og með 21.desember 2018. Eftir það verður boðið inn börnum af biðlistum. Takmarkað pláss er í boði og því gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.
Bangsar 1 (2017-2016) 9:15-10:00
Bangsar 2 (2017-2016) 10:15-11:00
Bangsar 3 (2017-2016) 11:15-12:00
Kríli 1 (2015) 9:00-10:00
Kríli 2 (2015) 10:00-11:00
Iðkendur fæddir 2014
Skráning opnar miðvikudaginn 2.janúar 2019 fyrir börn fædd 2014.
Iðkendur fæddir 2014 þurfa að bíða með innskráningu til 2.janúar þar sem börn með lögheimili í Kópavogi eiga rétt á frístundastyrk 2019. Skráning er til og með föstudagsins 4.janúar, eftir það verður boðið inn börnum af biðlistum. Takmarkað pláss er í boði og því gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.
Kríli 3 (2014) 11:00-12:00
Kríli 4 (2014) 12:00-13:00