fbpx

Kríli og Bangsar

Gerpla hefur boðið upp á þjálfun fyrir börn 18 mánaða-5 ára, við góðan orðstír.

Kríla- og Bangsafimleikar er fimleikamiðaður íþróttaskóli á sunnudagsmorgnum þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga. Foreldrar aðstoða börnin að fara í gegnum upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau.

Bangsarnir æfa í 45 mín í senn. Í bangsahóp eru iðkendur sem eru 18 mánaða gömul upp í 3 ára.

Krílin æfa í 60 mín í senn. Í krílatímunum er byrjað að innleiða nokkrar léttari grunnæfingar fimleika sem mun auðvelda þeim færsluna upp í grunnhóp þegar þau fara á síðasta árið sitt í leikskóla.

Lögð er áhersla á leik, hreyfiþjálfun, jákvæða upplifun barnanna og samverustund með foreldrum. Börnin læra að upplifa umhverfið í salnum, á líkama sinn og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Í hverjum hópi er takmarkaður fjöldi og ef hóparnir fyllast þarf að skrá barnið á biðlista. Ef þið óskið eftir að komast að í þessa tíma eftir að önn er hafin hjá okkur, þá þarf að senda póst á deildastjóra, bara@gerpla.is

Sara Lind Stefánsdóttir mastersnemi í íþróttafræðum er yfirþjálfari krílafimleika í Gerplu.

Gylfi Guðmundsson íþróttafræðingur og kennari er yfirþjálfari bangsafimleika í Gerplu Versölum.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir fimleikaþjálfari er yfirþjálfari bangsa og kríla í Vatnsenda.