Landslið Íslands í áhaldafimleikum – Norðurlandamót
Landsliðsþjálfarar hafa valið landsliðshópa fyrir Norðurlandamót í áhaldafimleikum karla og kvenna. Mótið fer fram í Svíþjóð um páskana og keppt verður í unglingaflokki og fullorðinsflokki og er Ísland því að fara með 20 keppendur á mótið.
Gerpla á 3 stúlkur í fullorðinsflokki þær, Agnesi Suto, Normu Dögg Róbertsdóttur og Thelmu Rut Hermannsdóttur. Varamenn: Andrea Ingibjörg Orradóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttur.
Við eigum einnig varamann í stúlknaliðið hana Thelmu Aðalsteinsdóttur.
Í Karlalandsliðið Íslands á Gerpla 2 fulltrúa, Hróbjart Pálmar Hilmarsson og Pálma Rafn Steindórsson ásamt varamanninum Atla Thorarensen.
Gerpla á einnig 2 fulltrúa í drengjalandsliði Íslands þá Eyþór Örn Baldursson og Hrannar Jónsson ásamt varamönnunum Atla Þórði Jónssyni og Guðjóni Bjarka Hildarsyni.
óskum þeim öllum til hamingju með valið og gangi ykkur vel!