fbpx

Landslið Íslands í áhaldafimleikum – Norðurlandamót

Landsliðsþjálfarar hafa valið landsliðshópa fyrir Norðurlandamót í áhaldafimleikum karla og kvenna. Mótið fer fram í Svíþjóð um páskana og keppt verður í unglingaflokki og fullorðinsflokki og er Ísland því að fara með 20 keppendur á mótið.

Gerpla á 3 stúlkur í fullorðinsflokki þær, Agnesi Suto, Normu Dögg Róbertsdóttur og Thelmu Rut Hermannsdóttur. Varamenn: Andrea Ingibjörg Orradóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttur.

Við eigum einnig varamann í stúlknaliðið hana Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Í Karlalandsliðið Íslands á Gerpla 2 fulltrúa, Hróbjart Pálmar Hilmarsson og Pálma Rafn Steindórsson ásamt varamanninum Atla Thorarensen.

Gerpla á einnig 2 fulltrúa í drengjalandsliði Íslands þá Eyþór Örn Baldursson og Hrannar Jónsson ásamt varamönnunum Atla Þórði Jónssyni og Guðjóni Bjarka Hildarsyni.

óskum þeim öllum til hamingju með valið og gangi ykkur vel!

You may also like...