Íslandsmót í þrepum – Special Olympics
Um helgina fór fram frestuðu Íslandsmóti í þrepum, 5., 4. -og 3. þrepi Fimleikastigans. Einnig var keppt í flokki Special Olympics, sem er hópur fatlaðra keppenda frá Gerplu. Mótið fór fram á Akureyri.
Allir keppendur í Special Olympics hópnum koma frá Gerplu, Gerpla sendi 9 keppendur til leiks, en því miður þurftu tveir reynsluboltar í hópnum frá að hverfa, Elva Björg Gunnarsdóttir vegna meiðsla og Helgi Magnússon vegna fermingar systur sinnar.
Elva Björg Gunnarsdóttir slasaðist illa á fæti við lokaundirbúning mótsins þegar hún var að framkvæma afstökk á tvíslá. Hún fór í aðgerð í vikunni sem gekk mjög vel og stefnir hún að taka þátt á næsta móti ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hún var brött eftir aðgerðina en sár að geta ekki komið norður að verja titil sinn frá því í fyrra. Gangi þér vel í bataferlinu Elva okkar.
Úrslit mótins eru eftirfarandi:
2. þrep kvenna, Íslandsmeistari Erla Björg Haraldsdóttir, 2. sæti Hekla Björk Hólmarsdóttir og 3. Sæti Kristín Hrefna Halldórsdóttir
3. þrep kvenna, Íslandsmeistari María Gísladóttir
2. þrep karla, Íslandsmeistari Jóhann Fannar Kristjánsson og 2. Sæti Birkir Eiðsson
3. þrep karla, Íslandsmeistari Davíð Þór Torfason, 2. Sæti Jakob Vífill Valsson og 3. Sæti Unnar Ingi Ingólfsson
Frábær árangur hjá flottu íþróttafólki. Til hamingju með mótið keppendur og þjálfarar!