fbpx

Mílanómeistaramót Fimleikasambands Íslands

Sunnudaginn 27. apríl fór fram Mílanómeistaramót Fimleikasambands Íslands, mótið var haldið í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal.

Mótið fór fram í 2 hlutum, um morguninn kepptu elsu og yngstu keppendurnir í fullorðinsflokki karla og kvenna ásamt stúlkna -og drengjaflokki.

Mílanómeistarar í fjölþraut fullorðinna

Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson, bæði úr Ármanni

Mílanómeistarar í fjölþraut stúlkna

Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk

Mílanómeistari í fjölþraut drengja

Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu

Martin Bjarni átti frábært mót og sýndi það og sannaði að hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í greininni. Til hamingju Martin Bjarni.

Eftir hádegi var keppt í unglingaflokki hjá báðum kynjum.

Mílanómeistari í fjölþraut unglings pilta

Eyþór Örn Baldursson, Gerplu

Eyþór er búin að eiga einstaklega góðan vetur og er búið að vera alveg frábært að flygjast með þessum duglega pilti. Hann er á hraðri uppleið og lætur elstu keppenduna finna vel fyrir pressu fyrir komandi ár. Til hamingju Eyþór.

Mílanómeistari í fjölþraut unglings stúlkur

Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu

 

Einstök áhöld

Norma Dögg Róbertsdóttir, 1. sæti stökk

Thelma Aðalsteinsdóttir, 1. sæti jafnvægisslá

Eyþór Örn Baldursson, 1. sæti gólf, 1. sæti hringir, 1. sæti svifrá

Hrannar Jónsson, 1. sæti bogahestur, 1. sæti stökk, 1. sæti tvíslá

Martin Bjarni Guðmundsson, 1. sæti gólf, 1. sæti hringir, 1. sæti stökk, 1. sæti tvíslá, 1. sæti svifrá

 

Frábær árangur hjá okkar keppendum, Gerplukeppendur hlóðu inn verðlaunum einnig á einstökum áhöldum, við erum ótrúlega stolt af ykkur og þið hafið sýnt það og sannað að æfingin skapar meistarann.

Til hamingju öll með frábært keppnistímabil og gangi ykkur vel í sumar í undirbúningi fyrir það næsta

 

You may also like...