fbpx

GK-mót í hópfimleikum

 GK mótið í hópfimleikum var haldið á Akranesi á laugardaginn var. Gerpla sendi sex lið til þátttöku og náðist heilt yfir frábær árangur.Það var mikil eftirvænting að fá að keppa að nýju eftir rúmt ár í pásu frá keppni.

Í 2.flokki kvenna sigraði Gerpla lið 1 með nokkrum yfirburðum. Þær áttu í erfiðleikum með lendingar á trampólíni en það kom ekki að sök í úrslitum.  Lið Gerplu 2 áttu einnig frábært mót og enduðu í 5.sæti.

Í drengjaflokki eldri kepptu fjögur lið og varð lið Gerplu kke hlutskarpast og vann flokkinn með nokkrum yfirburðum en þeir kepptu við sterk lið Aftureldingar, Selfoss og Stjörnuna.

Gerpla sendi tvö lið til keppni í 1.flokkinn. Annað liðið keppti í flokki B-liða, áttu geggjað mót og unnu verðskuldað. Í flokki A- liða þá voru stelpurnar glæsilegar og unnu gólfæfingarnar en gerðu dýrkeypt mistök í fyrstu umferð á trampólíni og enduðu því í þriðja sæti. Þær eiga mikið inni og munu án efa koma sterkari sem aldrei fyrr inná bikarmótið.

Í meistaraflokki kvenna var baráttan sem fyrr við meistaraflokk Stjörnunnar en í fyrsta skipti í nokkur ár voru sex lið mætt til keppni í þessum flokki. Gerplustúlkur mættu tilbúnar til leiks með nýjan dans og mikið endurnýjað lið og sýndu frábærar gólfæfingar og reyndu við ný stökk. Heilt yfir gekk vel og höfnuðu þær í öðru sæti á mótinu. Frekar langt var í næstu lið á eftir en það sýnir yfirburðina sem bestu liðin á Íslandi hafa í dag en við fögnum fleiri liðum og vonum að það sé komið til að vera.

Við óskum okkar liðum og þjálfurum innilega til hamingju með flottan árangur sem við erum stolt af og ÁFRAM Gerpla.

Næsta keppni hjá þessum liðum er Bikarmótið sem haldið verður í Stjörnunni 17. og 18. apríl

You may also like...