Þrepamót 2
Um helgina fór fram Þrepamót Fimleikasambands Íslands. Mótið var haldið í Ármannsheimilinu Laugardal og keppt var í 4. og 5. þrepi pilta og stúlkna.
Gerpla átti að sjálfsögðu stóran hóp af keppendum á mótinu sem allir stóðu sig mjög vel.
Í piltaflokki gerði Kári Arnarsson sér lítið fyrir og sigraði keppni í 5. þrepi og í 4. þrepinu varð Daði Hrafn Yu Björgvinsson í 2. sæti.
Tveir piltar náðu tilskyldum stigum til að fara upp um þrep. Þeir kepptu báðir í 5. þrepi og heita Kári Arnarsson og Bjarki Örn Guðjónsson.
Í stúlknaflokki voru það Andrea Rán Hlynsdóttir, Andrea Björk Berry og Karen Van de Putte sem náðu 5. Þrepi.
Til hamingju keppendur, þjálfarar og foreldrar fyrir frábæran arangur um helgina!