Garpamót Vorannar
Helgina 13. og 14. maí fór fram Garpamót Gerplu í Versölum. Á mótinu kepptu iðkendur úr grunn- og framhaldshópum. Garpamót er innanfélagsmót þar sem yngstu iðkendur læra að koma fram og sýna þær æfingar sem þau hafa verið að æfa í vetur. Fyrir þátttöku á mótinu fengu iðkendur verðlaunapening og viðkenningaskjal.
Við óskum iðkendum til hamingju með flott mót og hlökkum til að fylgjast með þeim dafna í fimleikunum í framtíðinni.
Vorönn hjá grunn- og framhaldshópum endar með vorhátíð dagana 1. og 2. júní, nákvæmari tímasetning fyrir hópa fyrir sig mun koma síðar.
Framhaldshópar
Grunnhópar 1x í viku
Grunnhópar 2x í viku