Tvöfaldur sigur á bikarmeistaramótinu
Bikarmótið í áhaldafimleikum var haldið í Gerplu síðastliðinn laugardag. Umgjörð mótsins var virkilega glæsileg og var ótrúlega gaman að sjá öll liðin sem kepptu um helgina.
Gerpla sendi fjögur lið til leiks, tvö lið í karlaflokki og tvö lið í kvennaflokki. Gerplu keppendur mættu einbeitt til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði. Gerpla 1 í karlaflokki urðu Bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla A varð í 2. sæti.
Kvennalið Gerplu 1 sigraði svo kvennakeppnina með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla A endaði svo í 6. sæti sem er frábær árangur hjá mjög ungu liði sem margar voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti í frjálsum æfingum.
Við erum virkilega stolt af öllum keppendum okkar og þjálfurum, breiddin sem Gerpla hefur í frjalsum æfingum karla og kvenna er með einsdæmum, framtíðin er svo sannarlega björt í Kópavoginum!
Myndir af viðburðinum á facebook síðu Gerplu