Fimleikaveisla framundan í Versölum
Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fer fram í Gerplu, Versölum helgina 2.-3. júlí en þetta er stærsti viðburður ársins hjá íþróttafélaginu. Allt fremsta fimleikafólk norðurlandanna mætir á svæðið og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut einstaklinga og á einstökum áhöldum.
Eftir framúrskarandi árangur á íslenska keppnistímabilinu, hafa alls 12 Gerpluiðkendur unnið sæti í landsliðshópunum, en aðeins fimm í hverju liði fá að keppa á mótinu og þrjár hæstu einkunnir telja á hverju áhaldi.
Bikar- og Íslandsmótið fór einnig fram í Gerplu, svo íslensku keppendurnir eru komnir með góða reynslu á að keppa í salnum okkar.
Miðasalan er hafin á tix.is, tryggið ykkur miða á þessa veislu, við vonumst til að sjá sem flesta í stúkunni!
Landsliðshópur karla Arnór Daði Jónasson – Gerpla Atli Snær Valgeirsson – Gerpla Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann Jónas Ingi Þórisson – Gerpla Martin Bjarni Guðmundsson – Gerpla Valgarð Reinhardsson – Gerpla Valdimar Matthíasson – Gerpla | Landsliðshópur kvenna Agnes Suto – Gerpla Dagný Björt Axelssdóttir – Gerpla Guðrún Edda Min Harðardóttir – Björk Hildur Maja Guðmundsdóttir – Gerpla Margrét Lea Kristinsdóttir – Björk Nanna Guðmundsdóttir – Grótta Thelma Aðalsteinsdóttir – Gerpla |
Landsliðshópur drengja Ari Freyr Kristinsson – Björk Davíð Goði Jóhannsson – Fjölnir Lúkas Ari Ragnarsson – Björk Sigurður Ari Stefánsson – Fjölnir Stefán Máni Kárason – Björk Sólon Sverrisson – FIMAK | Landsliðshópur stúlkna Arna Brá Birgisdóttir – Björk Auður Anna Þorbjarnardóttir – Grótta Katla María Geirsdóttir – Stjarnan Kristjana Ósk Ólafsdóttir – Gerpla Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir – Björk Ragnheiður Jenn Jóhannsdóttir – Björk Sól Lilja Sigurðardóttir – Gerpla |