Aðventumót 2021
Aðventumót Ármanns fór fram um liðna helgi, mótinu er ekki alveg lokið það á enn eftir að keppa í einum hluta sem fer fram á fimmtudaginn 2. desember. Við óskum stelpunum í 4. þrepi 1 góðs gengis í loka undirbúningnum fyrir mótið.
Keppt var í 6. – 4. Þrepi um helgina og áttu keppendur Gerplu mjög gott mót, mikil gleði ríkti í Ármannsheimilinu undir ljúfum jólatónum þar sem andrúmsloftið var mjög afslappað. Mjög gaman var að sjá alla spreyta sig í nýjum keppnisþrepum Fimleikastigans og erum við spennt að fylgjast með framförum á milli móta hjá öllum okkar iðkendum.
Við erum stolt af ykkur og við óskum ykkur, þjálfurum og foreldrum innilega til hamingju með mótið.
Áfram Gerpla!






