Aðventumót Ármanns í 6.-3. þrepi og Landsreglum
Aðventumót Ármanns fór fram um síðustu helgi í Laugardalnum. Mótið er fastur liður hjá yngri iðkendum okkar í keppnisdeildinni í áhaldafimleikum fyrstu helgina í aðventu. Gerpla sendi glæsilega fulltrúa á mótið í 6. þrepi og upp í 4. þrep hjá báðum kynjum ásamt því að við áttum flotta fulltrúa í Landsreglum og 3. þrepi kvenna. Við erum ótrúlega stolt af öllum okkar iðkendum sem sýndu glæsilega takta um helgina, margir að keppa á sínu fyrsta móti og áttu jákvæða upplífun af mótinu og allir spenntir að taka þátt á fleiri mótum í vetur.
Við þökkum Ármanni fyrir ótrúlega skemmtilegt mót, foreldrum fyrir stuðninginn í stúkunni og óskum keppendum og þjálfurum til hamingju með glæsilegt mót
Áfram Gerpla!













