Bikarmót í áhaldafimleikum

Gerpla með tvöfaldan sigur í frjálsum æfingum og 1. þrepi ásamt því að fara heim með alla titla í karlakeppninni!

Helgina 21.-23. mars fór fram Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum í umsjón Fjölnis. Gerpla sendi fjögur lið til leiks í frjálsum æfingum karla og kvenna, en 6 lið í þrepum. Gerplukeppendur mættu einbeittir til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði.

Gerpla 1 í karlaflokki urðu bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla 2 varð í 3. sæti. Kvennalið Gerplu 1 sigraði kvennakeppnina með yfirburðum með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla 2 endaði svo í 4. sæti. Gerpla 1 karla skipaði, Valgarð Reinhardsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Atli Snær Valgeirsson, og Sigurður Ari Stefánsson. Gerpla 2 karla skipaði, Arnþór Daði Jónasson, Botond Ferenc Kováts, Kári Pálmason, Ragnar Örn Ingimarsson og Eysteinn Daði Hjaltason. Gerpla 1 kvenna, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Kristjana Ósk Ólsfsdóttir og Rakel Sara Pétursdóttir. Gerpla 2 kvenna, Agnes Suto, Hekla Hákonardóttir, Ísabella Maack Róbertsdóttir, Freyja Hannesdóttir og María Sól Jónsdóttir

Í 3. þrepi átti Gerpla tvö lið í kvennakeppninni og eitt í karlakeppninni. Gerpla sigraði karlakeppnina. Í kvennakeppninni varð Gerpla 1 í öðru sæti og lið Gerplu 2 varð í 4. sæti í  B keppninni. Í Gerplu 1 voru það, Berglind Björk Atladóttir, Ingibjörg Lea Plédel Eymarsdóttir, Jóhanna Bryndís Andradóttir, Karen Antonía Heiðarsdóttir, Tanja Mist Þorgeirsdóttir og Valgerður Svana Halldórsdóttir Lið Gerplu 2 í B keppni, Ingunn Lilja Gautadóttir, Klara Hlín ÞórsdóttirMía Silness, Máney Rán Hilmarsdóttir, Amalía Ívarsdóttir og Victoria Nazarova. Lið Gerplu 1 karla voru það Ísak Þór Ívarsson, Hrannar Már Másson, Róbert Smári Vilhelmsson, Arnar Logi Sigurðsson, Arnar Bjarki Unnarsson og Hjálmar Bjarni Kristmannson. Varamenn / gestir voru Maggi Þór Halldórsson, Alexander Hugo Baldursson, Bjarki Þór Ársælsson og Einar Hrafn Sigurðsson.

Gerpla átti eitt lið í 2. þrepi kvenna og eitt í karlakeppninni. Drengirnir gerðu sér litið fyrir og urðu bikarmeistarar og kvennaliðið lenti í 2. sæti. Kvennaliði skipaði, Berglindi Söra Erlingsdóttur, Ísabellu Benónýadóttur og Sögu Ólafsdóttur. Karlaliðið skipaði Tadas Eidukonis, Kári Arnarson, Zsombor Ferenc Kováts og Bjarni Hafþór Jóhannsson. Gerpla átti eitt lið í 1. þrepi karla og eitt lið í 1. Þrepi kvenna og urðu bæði liðin okkar bikarmeistarar. Karlaliðið skipaði Tómas Andri Þorgeirsson, Kári Hjaltason, Arnór Snær Hauksson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson  og Ármann Andrason. Kvennaliðið skipaði, Alma Rún Oddsdóttir, Aníta Eik Davíðsdóttir, Elfa María Reynisdóttir, Margrét Dóra Ragnarsdóttir og Sólný Inga Hilmarsdóttir. Varamaður var Saga Ólafdóttir.

Við erum virkilega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum sem eru að skila virkilega flottri vinnu – næst á dagskrá er svo Íslandsmót fyrir þá sem hafa náð lágmörkum eftir 5 vikur.

Áfram Gerpla!

Myndir: https://gerpla.smugmug.com/2025/Bikarmhaldafimleikum

You may also like...