Bikarmót í hópfimleikum
Helgina 21.-23. mars var Bikarmót í hópfimleikum haldið í Egilshöll.
Helgin byrjaði á keppni í 2. fl og áttum við í Gerplu tvö lið. 2. flokkur kvenna varð Bikarmeistari og unnu þlær öll þrjú áhöldin nokkuð örugglega og samanlagt með tæpum 2,5 stigum 2. flokkur mix keppti einnig í þessum hluta og urðu þau í 3. sæti í blönduðum flokki og stóðu þau sig best á dýnu.


Á laugardeginum var svo komið að 3. flokk. 3.flokkur 3 og 4 kepptu í stökkfimi og stóðu sig mjög vel. Lið 3 hafnaði í 2. sæti og voru með hæstu einkun á mótinu á dýnu. Lið 4 endaði 5. sæti sem flott hjá þeim og stóðu þær sig sérstakelga vel á trampolíni og dýnu.
Seinna á laugardeginum var keppni í A deild í 3. fl og þar áttum við tvö lið. Gerpla 1 varð í 2. sæti á mótinu, þær áttu góðan dag en lentu í smá erfileikum í dansinum en annað gekk mjög vel hjá þeim. 3. flokkur 2 varð í 6. sæti og stóðu sig best á trampolíniu.



Á sunnudeginum byrjuðu strákarnir í kke og áttu þeir mjög gott mót og enduðu í 2. sæti. Þeir voru flottir á öllum þremur áhöldunum.
Seinna á sunnudeginum var það svo 1. fl kvenna. Þær áttu jafnt og gott mót og stóðu sig vel á öllum áhöldunum sem skilaði þeim 2. sæti á mótinu. Það var gaman að sjá bætinguna hjá þeim frá síðasta móti og verður spennandi að sjá þær á Íslandsmótinu.
Seinasti hlutinn var svo meistaraflokkur og átti Gerpla eitt lið í kvennaflokki. Í þessum flokk voru liðin að keppast um að tryggja sér keppnisrétt á Norðurlandamóti sem haldið verður í nóvember á þessu ári í Finnlandi. Gerpla endaði í 2. sæti og tryggðu þær sér því réttinn til að keppa á Norðurlandamótinu í haust. Liðið stóð sig best á trampolínu og fengu þær hæstu einkunn á því áhaldi í kvennaflokki.



Nú eru liðin á fullu í undirbúningi sínum fyrir Íslandsmótið sem haldið verður helgina 10-13. apríl á Akranesi.
Áfram Gerpla!