fbpx

Bikarmót Unglinga í hópfimleikum

Síðastliðna helgi kepptu 10 lið frá Gerplu á Bikarmóti unglinga í hópfimleikum. Þrjú lið í 3. flokki, þrjú í 4. flokki, þrjú í 5. flokki og eitt í yngri karlaflokki.

Margir iðkendur okkar voru að keppa á sínu allra fyrsta hópfimleikamóti og stóðu öll lið sig vel. Mikil ánægja var meðal iðkenda í öllum liðum, yfir því að fá loksins að keppa og nutu þau sín vel. Eftir árs pásu frá mótum var eina markmið liðanna að þessu sinni að hafa gaman af því að fara á mót, að sem flestir fengju að taka þátt og að þau myndu njóta þess að keppa og líða vel með sínar æfingar. Það má með sanni segja að þeim markmiðum hafi verið náð. Iðkendur skemmtu sér konunglega og sýndu flottar fimleikaæfingar.

Við viljum hrósa iðkendum okkar fyrir gott gengi og þjálfurum fyrir hvað liðin voru vel undirbúin fyrir mótið þrátt fyrir krefjandi æfingaár, árið 2020. Við erum afar stollt af okkar teymum.

Í 5.flokki lentu liðin í, 3., 4. og 10.sæti.

Í 4.flokki lentu liðin í 1., 5. og 18.sæti.

Í 3.flokki lentu liðin í 4., 12. og 13. sæti.

Í KKY lenti liðið í 2.sæti.

Við óskum liðunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með góðan árangur um helgina

Ljóst er að framtíðin er björt hjá Gerplu!

You may also like...