Breytingar á tímasetningum á Bikarmóti Unglinga í hópfimleikum vegna færðar
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á Bikarmóti Unglinga í hópfimleikum sem haldið er í Gerplu. Þessar upplýsingar eru að finna á fimleikasamband.is.
Við biðjum alla þá sem eiga að mæta á mótið í dag að fylgjast með heimasíðu Fimleikasambandsins. Við reynum eftir bestu getu að uppfæra fréttir hingað inn á heimasíðu Gerplu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið með þau tilmæli til fólks um að halda sig heimavið og ekki vera á ferð vegna færðar. Það er því ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á Bikarmót Unglinga í hópfimleikum í Gerplu sem á að hefjast núna kl. 7:40. Fresta þarf fyrsta hlutanum en ákvörðun um það hvort fresta þurfi öðrum hlutum mun liggja fyrir kl 9:30.
Vegna færðar hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta hlutum 5 og 6 til kl. 17:30.
Hlutar 7 og 8 haldast óbreyttir og er því mæting kl 13:00 í hluta 7.