Dagur Kári og Hera Lind Íslandsmeistarar í 1.þrepi
Íslandsmótið í þrepum og special olympics fór fram í Ármanni um helgina. Gerpla átti fjölda þátttakenda sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á mótinu.
Í 1.þrepi kvenna sigraði Gerpla þrefalt en Hera Lind varð íslandsmeistari, Hildur Maja í 2.sæti og Dagný Björt varð í því þriðja. Í 1.þrepi drengja sigraði Gerpla einnig þrefalt þegar Dagur Kári sigraði með nokkrum yfirburðum, Ágúst Ingi varð í 2.sæti og hann Ívan Dagur varð í því þriðja. Í 2.þrepi kvenna varð hún Kristín Sara Jónsdóttir hlutskörpust Gerplustúlkna en hún varð í 2.sæti og vinkona hennar hún Ingibjörg Ösp varð í þriðja sæti fast á hæla hennar. Harpa Helgadóttir varð svo í 3.sæti í flokki 12 ára í 3.þrepi og Thelma Ósk Björgvinsdóttir í 3.sæti í flokki 13 ára og eldri í sama þrepi. Ásdís Eva Andersdóttir gerði sér svo lítið fyrir og sigraði 5.þrep 12 ára og eldri og Sandra Kristín Tandradóttir varð í 2.sæti í 4.þrepi 11 ára. Annars voru keppendur Gerplu almennt að bæta vel við sig jafnt og þétt í gegnum mótin í vetur og var gaman að sjá litlu skotturnar í 5.þrepi hvað þær voru að koma sterkar til leiks. Strákarnir í 4. og 5. þrepi komu einnig mjög vel undirbúnir til keppni og bættu við sig frá fyrri mótum. Þeir sýndu að þeir eru á góðri siglingu og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar og haust.
Þó svo allir hafi ekki komist á verðlaunapallinn á mótinu er persónulegur sigur að ná þrepinu sínu og komast inná Íslandsmót. Það er glæsilegur árangur og hvatning til frekari æfinga og halda áfram upp þrepastigan jafnt og þétt. Nú taka við nýar æfingar og gamla þrepið fær kærkomna hvíld núna þegar keppnistímabilinu er að mestu lokið.
Samhliða Íslandsmótinu í þrepum var keyrt íslandsmótið í special Olympics. Gerpla átti fjölda keppenda á því móti en einnig mættu keppendur frá Keflavík til leiks.
Í frjálsum æfingum karla sigarði Magnús Orri Arnarson. Í 1.þrepi karla sigraði Birkir Eiðsson og Jóhann Fannar Kristjánsson varð í 3.sæti. Í 2.þrepi karla sigraði Tómas Örn Rúnarsson, Davíð Þór Torfason varð í 2.sæti og hann Unnar Ingi Ingólfsson í því þriðja. Strákarnir sýndu allir flottar æfingar enda búnir að vera duglegir að æfa í vetur fyrir mótið.
Í fyrsta þrepi kvenna sigraði Erla Björg Haraldsdóttir en fast á hæla hennar kom Elva Björg Gunnarsdóttir sem varð í 2.sæti. Í 2.þrepi kvenna varð Snædís Ósk Egilsdóttir í 3.sæti. María Gísladóttir sigraði svo 3.þrepið og Arna Ýr Jónsdóttir varð í 3.sæti. Stelpurnar eru einnig búnar að vera duglegar að æfa fyrir mótið en þetta er eina mótið sem þau keppa á á tímabilinu.
Við erum afar stolt af öllum keppendum og þjálfurum Gerplu sem hafa lagt mikið á sig til að komast á Íslandsmótið og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Nánari úrslit má finna inná: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1528