Dagur, Ragnar og Elfa GK meistarar 2024
GK meistaramót fór fram á laugardaginn síðasta í íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Mótinu var skipt upp í tvo hluta og byrjuðu unglingaflokkur kvenna og karla keppni.
Gerpla átti fimm stúlkur og þrjá drengi í keppni unglinga. Kári Pálmason sigraði í keppni á tvíslá og Berglind Edda Birkisdóttir sigraði gólfæfingar. Hekla Hákonardóttir fékk tvenn silfurverðlaun fyrir tvíslá og gólf. Sólný Inga Hilmarsdóttir fékk tvenn bronsverðlaun fyrir stökk og gólf.
Vilhjálmur Árni, Arnór Snær, Ísabella Maack og Alma Rún stóðu sig virkilega vel á mótinu.
Eftir hádegi var keppt í fullorðinsflokki karla, stúlknaflokki og drengjaflokki. Gerpla átti einn keppanda í stúlknaflokki, sex keppendur í drengjaflokki og fimm keppendur í karlaflokki. Dagur Kári Ólafsson sigraði fjölþraut, bogahest, fékk silfur á hringjum, tvíslá og svifrá. Ágúst Ingi Davíðsson varð í öðru sæti í fjölþraut, gólfi og bogahesti, sigraði æfingar í hringjum og tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson varð í þriðja sæti í fjölþraut og á tvíslá, hann sigraði æfingar á gólfi og svifrá. Fékk silfurverðlaun á hringjum. Atli Snær Valgeirsson fékk bronsverðlaun á bogahesti. Arnþór Daði Jónasson keppti á bogahesti með mjög erfiða æfingu en rétt missti af verðlaunasæti.
Elfa Maria Reynisdóttir keppti í stúlknaflokki og sigraði fjölþrautina og gólfæfingar, hún fékk svo bronsverðlaun á tvíslá.
Ragnar Örn Ingimarsson sigraði fjölþraut og fjögur áhöld, fékk svo silfurverðlaun á svifrá í drengjaflokki. Bjarni Hafþór Jóhannsson fékk bronsverðlaun á gólfi og hringjum. Botond Ferenc Kováts fékk silfurverðlaun á gólfi og bogahest. Kári Hjaltason fékk silfurverðlaun á hringjum og tvíslá. Tómas Andri Þorgeirsson fékk bronsverðlaun á svifrá. Ármann Andrason fékk bronsverðlaun á bogahesti og tvíslá.
Til hamingju með glæsilegan árangur og flott keppnstímabil!