- Að auka styrk, þol og liðleika iðkandans
- Að auka þekkingu og færni þeirra á grunnæfingum fimleika
- Að auka sjálfstraust þeirra á fimleikagólfinu
- Að undirbúa iðkendur undir keppni á vegum FSÍ
Grunnhópar
Íslenski fimleikastiginn er gefinn út á fjögurra ára fresti og hefur sú útgáfa haldist í hendur við nýjar dómarareglur Alþjóðlega Fimleikasambandsins (FIG). Það er mikilvægt fyrir þjálfara og dómara að kynna sér vel innihald fimleikastigans sem og alþjóðlegar dómarareglur FIG en einnig getur verið mjög gagnlegt fyrir iðkendur og forráðamenn að kynna sér uppbyggingu og markmið stigans. Fimleikastiginn er byggður upp sem keppnisæfingar í áhaldafimleikum en er ekki tæmandi yfir þær grunnæfingar sem nauðsynlegar eru í þjálfun fimleika. Fimm efstu þrepin eru ætluð til keppni á mótum FSÍ.
Stúlkur
Fimleikastiginn er byggður upp á átta þrepum ætluðum til æfinga og keppni í áhaldafimleikum kvenna. Lægstu þrjú þrepin eru ætluð til keppni á innanfélags- og vinamótum og til leiðbeiningar um uppbyggingu kennslu fimleikaæfinga í áhaldafimleikum. Neðstu þrepin, 7. og 8. þrep, ásamt sérútbúnu 9. þrepi sem Gerpla lét útfæra fyrir grunnhópa 1x í viku eru ætluð til notkunar innanfélags sem viðmið fyrir einfaldar samsettar grunnæfingar þar sem hver er að keppa við sjálfan sig og er stigagjöfin einfalt matskerfi.
Drengir
Fimleikastiginn er byggður upp á sex þrepum ætluðum til æfinga og keppni í áhaldafimleikum karla. 6. þrepið er ætlað til keppni á innanfélags- og vinamótum og til leiðbeiningar um uppbyggingu kennslu fimleikaæfinga í áhaldafimleikum. 6. þrep létt er síðan undirbúningsþrep fyrir 6. þrep. Gerpla lét útfæra grunnþrep fyrir grunnhópa drengja 1x og 2x í viku. Þessi þrep eru ætluð til notkunar innanfélags sem viðmið fyrir einfaldar samsettar grunnæfingar þar sem hver er að keppa við sjálfan sig og er stigagjöfin einfalt matskerfi.
Grunnhópar 1x í viku | Grunnhópar 2x í viku | |
Stúlkur | 9.þrep | 8.þrep |
Drengir | Grunnþrep 1 | Grunnþrep 2 |
Framhaldshópar
Framhaldshópar 2x í viku | |
---|---|
Stúlkur | 7.þrep |
Drengir | 6. þrep undirbúningur |
Æfingafatnaður
Almennur íþróttaklæðnaður, stuttbuxur og stuttermabolur sem passa. Fimleikabolur og teygja í hárið. Hægt er að kaupa allskonar æfingafatnað í Gerplubúðinni
Æfingagjöld
Æfingagjöld fyrir haustönn má finna HÉR
Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu við skráningu. Ganga þarf frá skráningu og greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Uppsögnin tekur gildi frá næstu mánaðarmótum frá því að hún er móttekin.
Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.
Frístundastyrkir
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Vinsamlegast hakið við í viðeigandi reit í greiðsluferlinu. Æfingagjöldin lækka þá sjálfkrafa um leið.