Eurogym 2020
Eurogym er fimleikahátíð sem haldin er annað hvert ár víðsvegar um Evrópu. Á næsta ári, 2020 verður hátíðin haldin á Íslandi. Hátíðin felur í sér að hópar af fimleikafólki sýna atriði á sviðum sem verða dreifð um Reykjavíkursvæðið. Haldin verður opnunarhátíð og lokahóf eða sýning og þar á milli verða workshop – þar sem þátttakendur sækja allskonar námskeið sem tengjast íþróttaiðkun ekki bara fimleikatengd workshop heldur fjölbreytt tengt hreyfingu og íþróttum.
Eurogym verður haldið dagana 12. – 16. Júlí 2020 og verður hátíðin að mestu leiti dreifð um Laugardalinn. Þátttakendur eru á aldrinum 12 – 18 ára. Áætlaður fjöldi þátttakenda eru um 5000 talsins og koma allstaðar að frá Evrópu.
Hér er linkur á heimsíðu hátíðarinnar sem og upplýsingabæklinga sem gefnir hafa verið út í tengslum við hátíðina. Þar er hægt að finna dagskrá og helstu upplýsingar um hana.
http://www.eurogym2020.com/
https://www.yumpu.com/en/document/read/62690465/eurogym-2020
https://www.yumpu.com/en/document/read/62833875/eurogym-bulletin-2
Gerpla stefnir á að fjölmenna á þessa fimleikahátíð en félagið hefur tekið þátt á fjölda Eurogym-hátíða á síðastliðnum árum. Við viljum bjóða öllum iðkendum okkar sem eru á aldrinum 12-18 ára að taka þátt. Yngstir fæddir 2008 og þeir elstu 2002. Þessi hátíð leggur upp með að vera fyrir alla, það er engin krafa um getustig í fimleikum til að taka þátt. Forráðamenn iðkenda á þessum aldri eiga að hafa fengið upplýsingapóst um hátíðina. Ef þið hafið frekari spurningar ekki hika við að hafa samband við rakelm@gerpla.is