1 week ago
Thelma íþróttakona Kópavogs🎉Uppskeruhátíð Kópavogs var haldin hátíðleg í Salnum í Kópavogi í kvöld. Hápunktur kvöldsins var útnefning Íþróttakonu og Íþróttakarls Kópavogs og voru bæði Valli og Thelma tilnefnd. Thelma hlaut titilinn íþróttakona Kópavogs enda búin að eiga frábært ár og var þetta því verðskuldað. Gerpla àtti fjöldan allan af verðlaunahöfum en allir þátttakendur á EM fengu viðurkenningar sem og þeir sem unnu titla á erlendum mótum. Þær Bryndís Guðnadóttir, Guðrún Edda Sigurðardóttir ásamt Andreu Hansen fengu viðurkenningu fyrir Evrópumeistaratitil í kvennaflokki í hópfimleikum, Birgir, Helen og Kristjana fyrir Evrópumeistaratitil í unglingaflokki í hópfimleikum. Thelma fyrir Norður Evrópumeistaratitla og Norðurlandameistaratitla í áhaldafimleikum Hildur Maja, Lilja Katrín og Valli fyrir Norðurlandameistaratitla í áhaldafimleikum.Viðurkenningu fyrir þátttöku á EM fengu til viðbótar þessum að ofan, Dagný Lind, Eva og Hrafnhildur Tinna í hópfimleikum og Atli Snær, Ágúst Ingi, Dagur Kári og Martin í áhaldafimleikum. Í flokki 13-16 ára fengu þau Birgir Hólm, Rakel Sara, Kári og Lilja Þórdís viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Glæsileg uppskera hjá Gerplufólki í kvöld enda árið búið að vera stórkostlegt. Til hamingju öll ❤️🖤
1 week ago
Íþróttahátíð Kópavogs verður haldið í dag, hægt verður að horfa á streymi hér
... See MoreSee Less
Íþróttahátíð Kópavogs fer fram í Salnum, miðvikudaginn 8. janúar 2025 og hefst klukkan kl. 17:30.