fbpx

EYOF 2023

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar stendur nú yfir í Maribor í Slóveníu. Hatiðin er vikulöng og er umgjörðin frábær. Gerpla á tvo keppendur kvenna megin þær Kristjönu Ósk og Lilju Katrínu. 

Stelpurnar kepptu á miðvikudag og stóðu sig virkilega vel. Kristjana Ósk varð stigahæst íslensku stúlknanna í fjölþraut. Lilja Katrín gat því miður ekki keppt á öllum áhöldum vegna meiðsla sem tóku sig upp rétt fyrir brottför en náði að skila inn tveim glæsilegum æfingum á slá og tvíslá. Löngu keppnistímabili lokið hjá stelpunum og þær reynslunni ríkari. Við erum virkilega stolt af þeim, óskum þeim, foreldrum þeirra og þjálfurum innilega til hamingju með glæsilegt tímabil!

Skemmtileg staðreynd: Hún Kristjana Ósk er systir hennar Sonju Margrétar Gerplukonu sem keppti fyrir Íslands hönd á EYOF árið 2017 í Györ í Ungverjalandi. Þar var Sonja einnig stigahæst íslensku keppendanna á þeim leikum. Glæsilegar systur og frábært að eiga svona flotta fyrirmynd í stóru systur

You may also like...