fbpx

Flott keppnishelgi að baki!

Um helgina fór fram Þrepamót 1 í áhaldafimleikum á Akureyri og Mótaröð 1 í hópfimleikum á Akranesi.

Þrepamót 1

Gerpla sendi glæsilega fulltrúa á Þrepamótið í 4.–5. þrepi um síðustu helgi, keppendur okkar áttu frábært mót og gaman að sjá framfarir hjá okkar fólki, gleðina sem skein úr andlitum keppenda og fulla stúku af áhorfendum sem létu vel í sér heyra.

Keppt er að ná þrepi í þessum þrepum og þurfa drengirnir að ná 75 stigum og stúlkurnar 56 stigum til að útskrifast úr þrepinu. Keppendur undirbúa sig svo til keppni í næsta þrepi fyrir ofan þegar þau hafa náð stigum.

Eftirfarandi keppendur Gerplu náðu þrepi um helgina

5. þrep kk
Valdimar Björgvin
Róbert Smári Vilhelmsson
Aron Gísli Önnuson

4. þrep kk
Ásgeir Mildinberg Jóhannsson

5. þrep kvk
Eyja Kristín Þráinsdóttir
Rakel Fjóla Friðriksdóttir
Karen Antonía Heiðarsdóttir

4. þrep kvk
Berglind Sara Erlingsdóttir
Sigrún Jónasdóttir
Klara Hlín Þórsdóttir
Ísabella Benonýsdóttir
Máney Rán Hilmarsdóttir
Luna dr Jesus Charrua Torres
Ingibjörg Lea Plédel Eymarsdóttir

Mótaröð 1

Á þessu keppnistímabili er keppt í fyrsta skipti í mótaröð á vegum Fimleikasambandsins. Mótaröðin fer þannig fram að þrjú mót eru haldin yfir tímabilið, eitt að hausti og tvö að vori og safna liðin stigum yfir þessi þrjú mót. Gefin eru stig fyrir sæti á einstökum áhöldum sem og í fjölþraut og eru veitt verðlaun að lokinni mótaröðinni fyrir hæstu stig á einstökum áhöldum sem og í fjölþraut.

Reglur á mótinu eru opnari en á hefðbundnum hópfimleikamótum. Keppt er í mýkri lendingar eða „semí“ lendingar þar sem yfirdýna er sett í gryfju. Skrá má meiri fjölda keppanda og ekki er nauðsynlegt að keppa í gólfæfingum til að þaka þátt á stökkáhöldum þ.e.a.s. skipta má inn keppendum á milli áhalda. Mótið er því kjörið tækifæri fyrir iðkendur að framkæma ný stökk í keppni.

Gerpla sendi fimm lið til keppni. Tvö lið úr 2. flokki, tvö  úr 1. flokki eitt stúlkna og annað blandað lið og eitt úr meistaraflokki. Liðin stóðu sig öll vel og framkvæmdu keppendur slatta af nýjum stökkum og söfnuðu í reynslubankann fyrir komandi mót! Úrslit mótsins má sjá hér.

Glæsilegur árangur, innilegar hamingjuóskir keppendur og þjálfarar!

Næst á dagskrá eru Haustmót hjá yngri flokkum en á þeim mótum keppa lið úr 4.-2. Flokki ásamt Kky. Mótinu er skipt á tvær helgar og fer fyrra mótið fram á Selfossi en hið seinna á Egilsstöðum. Haustmót er notuð til að skipta í deildir fyrir keppnistímabilið og eru liðin á fullu í sínum undirbúningi.

Myndir:

You may also like...