Öflugt foreldraráð er starfandi í félaginu. Foreldraráð er félag foreldra og forráðamanna iðkenda í keppnishópum í Gerplu. Allir foreldrar/forráðamenn iðkenda í keppnishópum eiga aðild að ráðinu. Stjórn foreldraráðs hefur umsjón með verkefnum þess í umboði foreldra og stendur vörð um hagsmuni iðkenda félagsins.
Undir foreldraráðinu starfa tvær nefndir en það er sjoppunefnd og fjáröflunarnefnd sjá upplýsingar um þær hér
Foreldraráð 2018-2019 skipa:
- Formaður: Halldóra S. Guðvarðardóttir
- Varaformaður: Hildur Gottskálksdóttir
- Ritari: Stella Aradóttir
- Tengiliður umsjónarmanna: Helena Dögg Magnúsdóttir
- Fræðslufulltrúi: Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir
- Meðstjórnendur: Birna Hallgrímsdóttir og Íris María Jónsdóttir
Samþykktir foreldraráðs má finna hér. En haldinn er aðalfundur einu sinni á ári og eru foreldrar hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina.
Það er einfalt að hafa samband við foreldraráð með tölvupósti: gerplaforeldrarad@gmail.com eða í hér á síðunni.
Fjáröflunarnefnd Gerplu er á facebook með síðu sem heitir Gerplufjáröflun.
Fjáröflunarnefnd 2019-2020 skipa:
- Halldóra Sigr Guðvarðardóttir
MÁTTARSTÓLPAR GERPLU
Tilurð og aðild:
Máttarstólpar meistaraflokka Gerplu er hópur foreldra, forráðamanna og stuðningsfólks í kringum meistaraflokka Gerplu og skiptast þeir að meginefni til í tvær deildir, annars vegar er um að ræða Máttarstólpa meistaraflokka hópfimleika (MMH) og hins vegar Máttarstólpa meistaraflokka áhaldafimleika (MMÁ). Hóparnir eru stofnaðir í samvinnu við þjálfara viðeigandi meistaraflokka og framkvæmdastjóra Gerplu og aðild geta átt allir foreldrar, forráðamenn og aðrir velunnarar umræddra meistaraflokka og iðkenda þeirra.
Hlutverk:
Markmið Máttarstólpanna er að styðja við iðkendur meistaraflokka í hópfimleikum annars vegar og áhaldafimleikum hins vegar, aðstoða við undirbúning og framkvæmd á keppnis- og æfingaferðum meistaraflokkanna, og umgjörð í kringum mót að ósk þjálfara flokkanna og/eða framkvæmdastjóra Gerplu. Máttarstólpar skulu einnig standa öflugt að fjáröflun fyrir meistaraflokka Gerplu, í samráði og samvinnu við framkvæmdastjóra Gerplu. Skal fjáröflunin einkum miða að því að greiða niður æfingagjöld iðkenda í meistaraflokkum Gerplu, en að því frátöldu skal miða að því að greiða niður keppnis- og/eða æfingaferðir meistaraflokkanna.
Helstu verkefni Máttarstólpanna verða þannig eftirfarandi:
- Fjáröflun fyrir meistaraflokka Gerplu með sölu auglýsinga á skilti (1m x 2m) sem verða sett upp á veggi íþróttahúss Gerplu, í samráði við framkvæmdastjóra Gerplu. Gera skal skriflega samninga við hvern og einn styrktaraðila sem gilda skulu eitt ár í senn og framlengjast með formlegum hætti, sbr. fylgiskjal I. Samræmd gjaldskrá skal vera í gildi fyrir auglýsingaskiltin. Máttarstólpar munu aðstoða við uppsetningu auglýsingaskiltanna og fjarlægingu þeirra að gildistíma samninga loknum.
- Önnur fjáröflun sem miðar að því að standa undir rekstri meistaraflokkanna í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn Gerplu.
- Umsjón með annarri fjáröflun sem ætluð er fyrir meistaraflokka Gerplu og verkefni þeirra, í samráði við framkvæmdastjóra Gerplu.
Framkvæmdastjóri Gerplu ber ábyrgð á að tryggja að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða á milli þeirra fjáraflana og styrkjasafnana sem Máttarstólparnir annars vegar og foreldraráð Gerplu hins vegar standa fyrir. Er því mikilvægt að ekki séu gerðir neinir samningar eða leitað til nýrra styrktaraðila nema í samráði við framkvæmdastjóra Gerplu.
Allir fjármunir sem fást í fjáröflunum og styrkjasöfnun Máttarstólpanna skulu fara inn á bankareikning Gerplu og hefur framkvæmdastjóri Gerplu heimild til að ráðstafa þeim fjármunum, en þó þannig að þeir fjármunir fari einungis til reksturs meistaraflokka Gerplu og verkefna þeirra.
Máttarstólpar skulu ekki hafa heimild eða umboð til að skuldbinda Gerplu með nokkrum hætti. Þannig skulu allir samningar og ráðstafanir sem gerðar í nafni félagsins hafa hlotið samþykki framkvæmdastjóra Gerplu, og stjórn Gerplu eftir atvikum.
Önnur verkefni Máttarstólpanna eru:
- að koma að undirbúningi og framkvæmd móta, viðburða og hátíða sem viðkoma meistaraflokkum Gerplu að ósk þjálfara og/eða framkvæmdastjóra Gerplu.
- Stuðningur og aðstoð við undirbúning á æfinga- og keppnisferðum.
- Hvað eina annað sem er til þess fallið að styrkja við líkamlega og/eða andlega líðan iðkenda í meistarahópum Gerplu.
Fundir
Fundir skulu haldnir reglulega og að minnsta kosti á 2 mánaða fresti. Skal sérstaklega hugað að móttöku nýrra foreldra og/eða forráðamanna iðkenda og þeim kynnt starfsemi Máttarstólpanna og boðin aðild að þeim eins skjótt og hægt er.
Framkvæmdastjóri Gerplu skal fá boðun á fund og hafa heimild, en ekki skyldu, til að sitja fundi Máttarstólpa. Fundargerðir skulu teknar niður á fundum Máttarstólpa og skulu þær sendar framkvæmdastjóra Gerplu innan viku frá fundi.
Sjóðir
Inneign í sjóðum MMH og/eða MMÁ fylgir Máttarstólpunum, en ekki einstaka aðilum að þeim á hverjum tíma. Þannig eiga aðilar að Máttarstólpum ekki tilkall til fjármuna úr þeim sjóðum sem safnast hafa við útgöngu úr þeim.
Endurskoðað og samþykkt á stjórnarfundi Gerplu þann 8.nóvember 2018
Í Máttarstólparráði sitja 2019-2020
Sigrún Óskarsdóttir
Hrefna Einarsdóttir
Þórður Davíð Davíðsson
Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir
Fjóla Valdís Árnadóttir