Forskráning fyrir áframhaldandi æfingar hjá Íþróttafélaginu Gerplu – Haust 2014
Heil og sæl,
Forskráning í Gerplu hefst á morgun fimmtudaginn 19. júní og lýkur mánudaginn 30. júní.
Allir iðkendur félagsins þurfa að staðfesta áframhaldandi æfingar með því að forskrá sig á https://gerpla.felog.is
Athugið að þessi forskráning á einungis við þá iðkendur sem voru hjá okkur á vorönn 2014.
Að forskráningu afstaðinni þá munu starfsmenn félagsins yfirfara skráningar og raða í hópa. Í kjölfar þess munu starfsmenn félagsins senda staðfestingu á úthlutuðu plássi en það verður ekki fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu æfingagjalda sem plássið veður tryggt. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins hefjist mánudaginn 25. ágúst skv. stundaskrá.
Kveðja
Starfsfólk Gerplu