fbpx

Frábær árangur á GK meistaramóti

Um helgina fór fram GK meistaramót í frjálsum æfingum í Egilshöllinni. Keppt var í sjö flokkum og átti Gerpla fjóra GK meistara af sjö. Í drengjaflokki sigraði Arnar Arason með nokkrum yfirburðum og í stúlknaflokki sigraði Dagný Björt Axelsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir varð í öðru sæti en keppnin var jöfn og spennandi. Í flokki pilta sigraði Martin Bjarni Guðmundsson en hann var jafnframt stigahæsti keppandinn yfir öll mót vetrarins. Í unglingaflokki kvenna urðu Hera Lind Gunnarsdóttir í 5.sæti, Sunna Kristín Gísladóttir í 6.sæti og Hildur Maja Guðmundsdóttir í 7.sæti en gefið var fyrir 10 efstu sætin vegna fjölda keppenda í flokknum. Í karlaflokki sigraði Eyþór Örn Baldursson með nokkrum yfirburðum og varð Atli Þórður Jónsson í því þriðja. Í kvennaflokki 18 ára og eldri náði Thelma Aðalsteinsdóttir bestum árangri Gerplukvenna og endaði í 4.sæti í samanlögðum stigum og sigraði æfingar á slá. Agnes Suto Tuuha varð svo stigahæsti keppandinn yfir mót vetrarins. Í kvennaflokki 16-17 ára varð Sonja Margrét Ólafsdóttir í 2.sæti. Fjöldi verðlauna náðist á einstökum áhöldum í öllum flokkum og má lesa nánari úrslit inná live.score.sporteventsystems.se

Nú er íslenska tímabilinu lokið hjá áhaldafimleikunum en næst á dagskrá er norðurlandamót unglinga og fullorðina sem haldið verður í Danmörku í lok júní. Í júní heldur svo 3. og 4.þrep í æfingabúðir til Ungverjalands og 1. og 2.þrep stúlkna fer þangað einnig í ágúst. Meistaraflokkar kvenna og karla og 1. og 2.þrep drengja fara svo í æfingabúðir til Birmingham í júlí. Spennandi sumar framundan í áhaldadeildinni í Gerplu. Áfram Gerpla!

Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu:

 

You may also like...