Frábær árangur á Íslandsmótinu
Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina í íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum. Á laugardeginum var keppt um fjölþrautatitla bæði í unglingaflokki og fullorðinsflokki hjá báðum kynjum. Tveir fjölþrautatitlar í hús hjá okkar iðkendum í Gerplu. Í dag sunnudag var síðan keppt til úrslita á áhöldum þar sem fimm stigahæstu keppendur í öllum flokkum unnu sér inn keppnisrétt.
Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson Íslandsmeistarar í fjölþraut í fullorðinsflokki.
Kvennaflokkur
Það var virkilega hörð keppni hjá konunum um efstu sætin og réðust ekki úrslitin fyrr en á síðasta áhaldinu alveg í blálokin. Thelma Aðalsteinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð, Hildur Maja Guðmundsdóttir nældi sér í silfurverðlaunin og Margrét Lea Kristinsdóttir úr Stjörnunni í því þriðja. Lilja Katrín Gunnarsdóttir átti einnig virkilega flott mót og á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki og varð í fjórða sæti. Thelma, Hildur Maja og Lilja Katrín unnu sér inn keppnisrétt á öllum áhöldum í úrslitum.
Karlaflokkur
Hjá körlunum sigraði Valgarð Reinhardsson með yfirburðum, Martin Bjarni Guðmundsson varð í öðru sæti og Dagur Kári Ólafsson í því þriðja. Sigurður Ari Stefánsson varð í fimmta sæti og Valdimar Matthíasson í því sjötta. Valgarð vann sig í úrslit á fimm áhöldum, Ágúst, Martin og Dagur fóru í úrslit á fjórum áhöldum, Valdimar, Atli Snær og Sigurður Ari í úrslitum á tveim og Atli Elvarsson og Arnþór Daði eru í úrslitum á einu áhaldi hvor.
Unglingaflokkur stúlkna
Virkilega hörð keppni í unglingaflokki stúlkna þar sem stutt var á milli fyrsta til fjórða sætis og lítið rými fyrir mistök. Það réðst ekki fyrr en á síðasta áhaldi hver myndi hreppa Íslandsmeistaratitilinn. En sigurvegarinn varð Sigurrós Ásta Þórisdóttir úr Stjörnunni og rétt á eftir henni varð Kristjana Ósk Ólafsdóttir í öðru sæti og í þriðja sæti varð Auður Anna Þorbjarnardóttir úr Gróttu. Rakel Sara Pétursdóttir varð svo í því fjórða. Hekla Hákonardóttir varð í sjötta sæti, Berglind Edda Birkisdóttir í því áttunda og Ísabella Maack Róbertsdóttir varð í því tíunda. Í úrslitum á áhöldum er Kristjana Ósk í úrslitum á öllum áhöldum, Rakel Sara Pétursdóttir á þrem áhöldum, Hekla og Berglind Edda á einu áhaldi hvor.
Unglingaflokkur drengja
Virkilega skemmtileg keppni hjá drengjunum í fjölþraut þar sem stutt var á milli efstu manna. Okkar drengur Kári Pálmason varð í þriðja sæti á sínu fyrsta ári í unglingaflokki, rétt á eftir Íslandsmeistaranum Lúkasi Ara Ragnarssyni úr Björk og Sóloni Sverrissyni frá Fimleikadeild KA á Akureyri. Botond Ferenc Kováts varð síðan í fimmta sæti og skemmtilegt að segja frá því að hann er ennþá keppandi í drengjaflokki. Snorri Rafn William Davíðsson varð svo í níunda sæti. Kári gerði sér svo lítið fyrir og komst í úrslit á fimm áhöldum, Botond fór í úrslit á fjórum áhöldum og Andri Fannar og Snorri Rafn í úrslit á einu áhaldi hvor.
10 Íslandsmeistaratitlar til Gerplu á einstökum áhöldum, 13 silfurverðlaun og 12 bronsverðlaun
Keppni í úrslitum á áhöldum fór fram í dag sunnudag. Virkilega spennandi keppni og voru Gerpluiðkendur í miklu stuði í dag og rökuðu inn verðlaunum.
Karlaflokkur
Ágúst Ingi Davíðsson Íslandsmeistari í gólfæfingum, Martin Bjarni Guðmundsson í öðru sæti og Dagur Kári Ólafsson í því þriðja
Arnþór Daði Jónasson Íslandsmeistari á bogahesti, Dagur Kári Ólafsson í öðru sæti og Atli Snær Valgeirsson í því þriðja
Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni Íslandsmeistari í hringjum, Valgarð Reinhardsson í öðru sæti og Ágúst Ingi Davíðsson í því þriðja
Martin Bjarni Guðmundsson Íslandsmeistari á stökki, Valdimar Matthíasson í öðru sæti og Sigurður Ari Stefánsson í því þriðja
Valgarð Reinhardsson Íslandsmeistari á tvíslá, Atli Snær Valgeirsson í öðru sæti og jafnir í þriðja sæti Sigurður Ari Stefánsson og Dagur Kári Ólafsson
Valgarð Reinhardsson Íslandsmeistari á svifrá, Jón Sigurður Gunnarsson Ármanni í öðru sæti og Martin Bjarni Guðmundsson í því þriðja
Kvennaflokkur
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á stökki, Hildur Maja Guðmundsdóttir í öðru sæti og Freyja Hannesdóttir Gróttu í þriðja sæti
Margrét Lea Kristinsdóttir Stjörnunni Íslandsmeistari á tvíslá, Hildur Maja Guðmundsdóttir í öðru sæti og Thelma Aðalsteinsdóttir í þriðja sæti
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á slá, Hildur Maja Guðmundsdóttir í öðru sæti og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í þriðja sæti
Thelma Aðalsteinsdóttir Íslandsmeistari á gólfi, Hildur Maja Guðmundsdóttir í öðru sæti og Margrét Lea Kristinsdóttir Stjörnunni í því þriðja
Unglingaflokkur drengja
Lúkas Ari Ragnarsson Björk Íslandsmeistari á gólfi, Botond Ferenc Kováts varð í öðru sæti og Sólon Sverrisson KA í því þriðja
Björn Ingi Hauksson Björk Íslandsmeistari á bogahesti, Snorri Rafn William Davíðsson varð í öðru sæti og Ari Freyr Kristinsson Björk í því þriðja
Sólon Sverrisson KA Íslandsmeistari á stökki, Ari Freyr Kristinsson Björk í öðru sæti og Andri Fannar Hreggviðsson varð í þriðja sæti
Lúkas Ari Ragnarsson Björk Íslandsmeistari á svifrá, Botond Ferenc Kováts varð í öðru sæti og Stefán Máni Kárason varð í þriðja sæti
Kári Pálmason var búinn að vinna sig inn í úrslit á fimm áhöldum en varð að draga sig úr keppni vegna veikinda.
Unglingaflokkur stúlkna
Auður Anna Þorbjarnardóttir Gróttu Íslandsmeistari á stökki, Rakel Sara Pétursdóttir í öðru sæti og Kristjana Ósk Ólafsdóttir í því þriðja
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á tvíslá, Sigurrós Ásta Þórisdóttir Stjörnunni í öðru sæti og Auður Anna Þorbjarnardóttir Gróttu í því þriðja
Rakel Sara Pétursdóttir Íslandsmeistari á slá, Ásdís Erna Indriðadóttir Gróttu í öðru sæti og Sigurrós Ásta Þórisdóttir Stjörnunni í því þriðja
Sigurrós Ásta Þórisdóttir Stjörnunni Íslandsmeistari á gólfi, Auður Anna Þorbjarnardóttir í öðru sæti og Kristjana Ósk Ólafsdóttir í því þriðja
Íslandsmótið í þrepum fimleikastigans
3. þrep stúlkna
Gerpla átti tvo keppendur í 3. Þrepi stúlkna þær Berglindi Söru Erlingsdóttur og Ísabellu Benonýsdóttur. Ísabella gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaun í 3. Þrepi 12 ára og yngri.
3. þrep drengja
Gerpla átti fimm keppendur í 3. Þrepi. Skipt var í tvo aldursflokka, í 12 ára og yngri kepptu Valdimar Björgvin, Kári Arnarson og Ísak Þór Ívarsson. Valdimar varð hlutskarpastur og varð Íslandsmeistari í 3. Þrepi 12 ára og yngri. Í flokki 13 ára og eldri kepptu Tadas Eidukonis og Hrannar Már Másson. Tadas varð Íslandsmeistari í 3. Þrepi 13 ára og eldri og Hrannar varð í sjöunda sæti. Stigahæsti keppandinn í 3. Þrepi fékk svo eignarbikar í verðlaun og var það Tadas Eidukonis sem fékk 80. 032 stig og er því Íslandsmeistari í 3. Þrepi drengja.
2. þrep stúlkna
Gerpla átti þrjá keppendur í 2. Þrepi stúlkna, þær Ölmu Rún Oddsdóttur, Hönnu Ísabellu Gísladóttur og Rakel Ástu Egilsdóttur. Eftir virkilega harða keppni, eins og hefur verið í allan vetur þar sem margar stúlkur hafa skipst á að vinna þau mót sem hafa verið, þá stóð Alma Rún Oddssdóttir uppi sem Íslandsmeistari í 2. Þrepi. Rakel Ásta Egilsdóttir varð svo í þriðja sæti.
2. þrep drengja
Gerpla átti fimm keppendur í 2. Þrepi drengja. Virkilega spennandi keppni og réðust ekki úrslitin fyrr en á síðasta áhaldi. Eysteinn Daði Hjaltason varð í öðru sæti, Vilhjálmur Árni Sigurðsson varð í því þriðja. Arnór Snær Hauksson í fjórða sæti, Zsombor Ferenc Kováts í fimmta og Bjarni Hafþór Jóhannsson í því sjötta.
1. þrep drengja
Gerpla átti fjóra keppendur í 1. Þrepi. Ragnar Örn Ingimarsson varð Íslandsmeistari í 1. Þrepi, Ármann Andrason í þriðja sæti, Kári Hjaltason í því fjórða og Tómas Andri Þorgeirsson í því fimmta.
1. þrep stúlkna
Gerpla átti þrjá keppendur í 1. Þrepi stúlkna. Skipt var í tvo aldursflokka, í 13 ára og yngri kepptu Elfa María Reynisdóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir og í 14 ára og eldri keppti Sólný Inga Hilmarsdóttir. Sólný Inga varð í öðru sæti eingöngu 0.167 frá Íslandsmeistaratitlinum. Elfa María varð svo í fjórða sæti og Margrét Dóra í því fimmta.
Virkilega glæsileg uppskera hjá öllum keppendum okkar, það verður gaman að fylgjast með okkar fólki í næstu verkefnum sem eru framundan. Sumir hafa lokið keppni í vetur og hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil, aðrir undirbúa sig fyrir GK meistaramót sem haldið verður í maí á meðan landsliðsfólkið okkar stefnir á Norðurlandamót sem fer fram í byrjun apríl í Noregi og Evrópumót sem fer fram í lok apríl og byrjun maí á Ítalíu. Gangi ykkur öllum vel í þeim undirbúningi sem framundan er, við erum virkilega stolt af ykkur.
Áfram Gerpla!
Úrslit: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/2908
Myndir: https://gerpla.smugmug.com/2024/Islandsmt-haldafimleikum