Frábær árangur á Þrepamóti 2
Um helgina fór fram í íþróttahúsi Fylkis í Norðlingaholti þrepamót 2. Keppt var í 4. og 5. þrepi Fimleikastigans bæði í stúlkna og drengjaflokki. Gerpla sendi glæsilega fulltrúa til leiks, 19 drengi og 28 stúlkur. Þau sýndu öll glæsilegar æfingar og var gaman að sjá framfarirnar hjá þeim á milli móta.
Keppendur Gerplu sem náðu þrepi um helgina:
5. þrep
Emilía Alba Árnadóttir
Natasha Bao Ngoc Dorozinska
Alda María Maack
Viktoría Stella Viktorsdóttir
Dagmar Arnarsdóttir
Ásta Björg Jónsdóttir
Viktoría Mjöll Jóhannesdóttir
Bergur Hrafn Hólm Friðbjörnsson
Eiður Axel Andrason
4. þrep
Birta Marín Ingólfsdóttir
Kolbrún Sara Davíðsdóttir
Emma Rakel Alfreðsdóttir
Maggi Þór Halldórsson
Alexander Húgó Baldursson
Bjarki Þór Ársælsson
Einar Hrafn Sigurðsson
Arnar Logi Sigurðsson
Óskum við öllum keppendum, og þjálfurum innilega til hamingju með glæsilegt þrepamót, við erum mjög stolt af ykkur
Áfram Gerpla!