Frábær árangur hjá Ágústi Inga
Ágúst Ingi Davíðsson og Dagur Kári Ólafsson ásamt þjálfara sínum Viktori Kristmannssyni héldu út í liðinni viku á heimsbikarmótið í Szombathely í Ungverjalandi. Strákarnir í topp formi og eftir frábæran árangur á Norður Evrópumótinu var eftirvæntingin mikil fyrir mótinu í Ungverjalandi.
Ágúst Ingi keppti á 5 áhöldum og Dagur Kári á fjórum í unndankeppninni. Ágúst Ingi hóf keppni á gólfi þar sem hann hefur bætt við sig miklum erfiðleika og átti hreint út sagt frábærar æfingar á gólfinu sem komu honum í öruggt útslitasæti.
Ágúst komst einnig í úrslit á tvíslá var þar áttundi inn, en hann og Dagur Kári voru með sömu lokaeinkunn en í reglum alþjóðlega fimleikasambandsins er sá fimleikamaður sem er með hærri framkvæmdareinkunn sá sem er í sætinu fyrir ofan og því varð Dagur Kári í níunda sæti og því fyrsti varamaður inn í úrslitin á tvíslá.


Í úrslitum átti Ágúst aftur frábæra æfingu á gólfinu sem skiluðu honum í fjórða sæti sem er besti árangur karlkeppanda á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, einnig náði Ágúst að hækka sig upp um sæti á tvíslánni og í það fimmta.
Virkilega flottur árangur hjá strákunum, innilegar hamingjuóskir með mótið!
Fleiri myndir: https://fimleikasambandislands.smugmug.com/2024/WCC-Szombathely