fbpx

Frábært Evrópumót í áhaldafimleikum

 

 

11082591_388340401290688_2652260327624157346_n

 

Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum stóð sig mjög vel á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Montpellier í Frakklandi. Hæst ber að nefna árangur Normu Daggar Róbertsdóttur sem annað Evrópumótið í röð er varamaður í úrslitum á stökki. Að þessu sinni keppti Norma Dögg með nýtt og glæsilegt stökk sem tókst mjög vel og nældi hún sér því í 9.sætið á mótinu á stökki sem er frábær árangur.

Gerpla átti þrjá aðra fulltrúa í landsliðinu á mótinu, Hrannar Jónsson, Thelmu Rut Hermannsdóttur og Andreu Ingibjörgu Orradóttur. Þau stóðu sig öll með prýði á mótinu og fengu kærkomna reynslu sem mun svo sannarlega nýtast á Smáþjóðaleikunum í sumar.  Valgarð Reinhardsson tók ekki þátt á mótinu vegna meiðsla. Dominiqua Alma Belany, Bjarki Ásgeirsson, Hróbjartur Pálmar Hilmarsson og Jón Sigurður Gunnarsson frá Ármanni skipuðu landsliðið ásamt Gerpluiðkendunum og stóðu sig einnig vel.

Guðmundur Þór Brynjólfsson og Guillermo Alvarez frá Gerplu voru landsliðsþjálfarar í ferðinni.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með mótið og hlökkum til að sjá þau á heimavelli í byrjun júní þegar smáþjóðaleikarnir fara fram.

 

You may also like...