Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga

Vilt þú gerast vildarvinur Gerplu? 
Og fá skattafrádrátt í leiðinni? 

Vissir þú að hægt er að styrkja Íþróttafélagið Gerplu með mánaðarlegum greiðslum og fá skattafrádrátt í skattframtalið?

Íþróttafélagið Gerpla er skráð á almannaheillaskrá og því eru styrkir til félagsins frádráttabærir frá skatti. Styrkja þarf að lágmarki 10.000 kr. á ári til að eiga rétt á skattafrádrætti.

Dæmi um styrki og hversu mikinn afslátt hann veitir*

Vildarvinur sem greiðir 10 þúsund króna eingreiðslu fær 3.800 kr. í skattafslátt, Gerpla fær 10 þúsund en þú greiðir í raun 6.200 fyrir styrkinn.

Vildavinur sem styrkir 3.500 kr. á mánuði greiðir í raun 2.170 og fær 1.330 kr. í skattáfslátt eða 15.960 kr. yfir árið. Vildarvinurinn hefur því styrkt Gerplu um 42.000 kr. en greiddi fyrir styrkinn 26.040 kr. Vildarvinur sem styrkir 5.000 kr. á mánuði fær fyrir það 22.800 kr. skattaafslátt á ári.

En hvernig styrki ég?

Þú sendir póst á gerpla@gerpla.is með:

Nafni
Kennitölu
Styrkupphæð
Eða hringir í númerið 513-8802

Við það stofnum við mánaðarlegar kröfur og sjáum svo um að skila öllum nauðsynlegum gögnum til skattsins. Engin binding og því getur vildarvinur hætt að styrkja hvenær sem er.

Lögaðilar geta einnig styrkt. Heimilt er að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum með almannaheillastyrkjum.

Vilji þitt fyrirtæki styrkja Gerplu þá ekki hika við að hafa samband.

*Tekjuskattsprósenta er mismunandi. Gert er ráð fyrir meðal skattprósentu.