fbpx

Garpamót 2021 haust

Garpamót Gerplu fór fram dagana 5. og 6. nóvember

Garpamót Gerplu er innanfélagsmót barna í grunn- og framhaldshópum. Þau sýna 8. þrep og allt uppí 6. þrep og uppskera viðurkenningu að launum.

Þetta er gott tækifæri fyrir þau að æfa sig að koma fram og gaman fyrir foreldrana að sjá hvað þau hafa verið að æfa. Í ár tóku um 400 börn þátt bæði stelpur og strákar og var mætingin framar vonum þrátt fyrir Covid ástandið í samfélaginu.

Við óskum iðkendum til hamingju með flott mót og hlökkum til að fylgjast með þeim dafna í fimleikunum í framtíðinni.

Garpamótið er haldið einu sinni á önn en næst verður það á vormánuðum!

You may also like...