fbpx

Garpamót haustannar

Garpamót Gerplu fór fram föstudaginn 29. nóvember og laugardaginn 30. nóvember. Mótið var í 6 hlutum þar sem iðkendur í framhaldshópum sýndu á föstudeginum og iðkendur í grunnhópum sýndu á laugardeginum. Í þessum 6 hlutum rúlluðu um 500 iðkendur sem mættu og sýndu fyrirfram ákveðnar fimleikaæfingar fyrir framan fulla stúlku af áhorfendum. Áhorfendur voru duglegir að klappa fyrir þessum flottu iðkendum sem eru á aldrinum 5-7 ára og eru þau að stíga sín fyrstu skref í að koma fram. Það var virklega gaman að sjá hvað þau nutu sýn, létu ljós sitt skína og stóðu sig vel.

Að mótinu loknu fengu allir iðkendur sem mættu viðurkenningaskjal sem var handskrifað með þeirra nafni og Garpamóts verðlaunapening frá Gerplu.

Við í Gerplu vorum ánægð með Garpamótið og sáum að framtíðin er björt.
ÁFRAM GERPLA!

Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2024/Garpamot-haust-2024

You may also like...