fbpx

Gerpla Íslandsmeistari á dýnu og trampólíni

Um seinustu helgi fór fram Íslandsmótið í hópfimleikum en um virkilega harða og spennandi keppni var að ræða í tveim flokkum.

Kvennalið Gerplu hefur styrkt sig mikið milli móta og eru miklar framfarir í liðinu. Liðið á ennþá meira inni því að Ingunn Jónasdóttir meiðist rétt fyrir mótið og Glódís Guðgeirsdóttir meiðist í upphitun en hvorug þeirra náði að keppa með liðinu af þeim sökum. Keppnin gríðarlega hörð og skemmtileg og ekki munaði nema 0.35 stigum á liðunum fyrir loka áhaldið. En svo fór að lið Stjörunnar sigraði titilinn með glæsilegum trampólínstökkum.

Seinni daginn var svo keppt á einstökum áhöldum og tryggðu Gerplustúlkur sér þá Íslandsmeistaratitilinn í dýnustökkum.

Í flokki blandaðara liða var keppnin ekki minna spennandi og voru þar þrjú lið að berjast um titilinn. Svo fór að lið Selfoss stóð uppi sem sigurvegari, lið Stjörnunnar náði silfurverðlaunum og Gerpla hreppti bronzverðlauninn.

Seinni daginn vann blandað lið Gerplu sér Íslandsmeistara titilinn á trampólínstökkum.

Innilega til hamingju með góðan árangur Gerplufólk!

kvennaliðbalndað lið

You may also like...