fbpx

Gerpla og Sportabler skrifa undir samstarf

Íþróttafélagið Gerpla hefur gert langtímasamning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Gerpla mun hefja innleiðingu á kerfinu í ágúst og verður byrjað smátt og smátt en stefnt er að því að innleiða það í allt félagið. Núþegar hafa Breiðablik og HK undirritað samning við Sportabler og mun það einfalda skipulagið mikið fyrir foreldra í Kópavogi að vera með íþróttadagskránna hjá börnum sínum á einum stað en Gerpla, HK og Breiðablik eru stærstu félögin í Kópavogi.

Markmið Sportabler er að styðja við og efla skipulagt íþróttastarf með tvennum hætti. Annarsvegar með því að auka skilvirkni í skipulags- og samskiptamálum, og hinsvegar með því að bjóða kennsluefni í þjálfun jákvæðra persónuleikaþátta í gegnum íþróttir, þar sem æfingar t.d. í sjálfstrausti eru fléttaðar með markvissum hætti inn í íþróttastarfið.

Frá undirritun samninga                                 Sif Pálsdóttir, Auður Ólafsdóttir og Stefanía Eyþórsdóttir
Olga Bjarnadóttir og Markús Máni                Olga og Markús

 

 

You may also like...