fbpx

Gerplufólk nældi sér í 5 Íslandsmeistaratitla

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Stjörnunni í Garðabæ um síðastliðna helgi.

Gerplufólk fór heim með 5 Íslandsmeistaratitla að þessu sinni. Karlalið Gerplu varð Íslandsmeistari í fjölþraut og á öllum áhöldum en það er sannarlega gaman að því hversu miklar framfarir þeir hafa sýnt að undanförnu og verður spennandi að fylgjast með þeim á Norðurlandamótinu í haust. Það hefur lengi verið hugur í fimleikafólki að koma á laggirnar karlaliði í hópfimleikum og er sannarlega gaman að sjá að svo sterkt og fjölmennt  karlalið sé nú staðreynd.

Mikil spenna var fyrir kvennakeppninni og baráttuhugur í bæði Stjörnunni og Gerpluliðinu. Stjarnan hafði unnið wow mótið fyrr í vetur og Gerpla sigraði bikarmótið. Bæði lið gerðu tilkall til titilsins og fór svo að lokum eftir skemmtilega og spennandi keppni að Stjarnan sigraði í fjölþraut, dýnu og trampolíni. Gerplustúlkur sigruðu í æfingum á gólfi. Gerpla hafði hampað titlinum í 9 ár samfellt í fjölþraut og um leið og félagið óskar Stjörnustúlkum til hamingju með verðskuldaðan sigur þá mun Gerplufólk gera sitt besta til þess að ekki líði önnur 9 ár áður en titilinn kemur aftur í Versali.

Gerpla átti einnig tvö önnur lið í kvennaflokki og því ljóst að framtíðin er björt hjá félaginu.

11150420_822744974429198_7271385347480569660_n 11140272_822745014429194_7461563222682354630_n

You may also like...