Gerplufólk raðaði inn íslandsmeistaratitlum
Það er óhætt að segja að Íslandsmótshelgin í höllinni hafi verið sannkölluð Gerpluhelgi en keppendur Gerplu röðuðu inn titilunum um helgina. Á laugardaginn í keppninni um Íslandsmeistaratitlana í fjölþraut sigraði Valgarð Reinhardsson í karlakeppninni og Eyþór Örn Baldursson varð í 2.sæti, Sonja Margrét Ólafsdóttir nældi svo í Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki kvenna og Tinna Sif Teitsdóttir varð í 3.sæti. Martin Bjarni Guðmundsson varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla og Agnes Suto varð í 3.sæti í kvennaflokki. Gerplufólk nældi í 3 fjölþrautartitla af fjórum mögulegum á laugardeginum sem verður seint toppað.
Á sunnudeginum hélt sigurgangan áfram en þá nældi Gerplufólk í samtals 10 Íslandsmeistaratitla af 20 mögulegum eða helming allra titlanna sem voru í boði. Strákarnir okkar voru mjög stórtækir og í fullorðinsflokki varð Eyþór Örn Baldursson Íslandsmeistari á gólfi og stökki, Arnþór Daði Jónasson varð Íslandsmeistari á bogahesti og Valgarð Reinhardsson Íslandsmeistari á svifrá. Í unglingaflokknum átti Martin Bjarni Guðmundsson frábæra keppni og hampaði titlinum á gólfi, stökki, tvíslá og svifrá en Dagur Kári Ólafsson nældi í titilinn á bogahesti. Þar er á ferðinni mjög efnilegur fimleikadrengur. Í unglingaflokki kvenna nældi Tinna Sif Teitsdóttir svo í Íslandsmeistaratitil á gólfi enda með stórglæsilega æfingu með miklum erfiðleika.
Í heildina náði Gerplufólk 13 gullverðlaunum 8 silfurverðlaunum og 15 bronsverðlaunum.
Við erum ákaflega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum og óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
nánari úrslit má finna á þessari slóð: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/381
Irina, Sonja Margrét, Martin Bjarni og Valgarð Andrea, Sonja Margrét, Tinna Sif og Ferenc
Eyþór Örn til vinstri og Valgarð íslandsmeistari Martin Bjarni íslandsmeistari
Sonja Margrét íslandsmeistari og Tinna Sif til hægri Kati, Agnes og Lajos
Svipmyndir frá mótinu um helgina!